Jaguar áformar rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 09:48 E-Page verður öllu minni en þessi F-Page jeppi. Autoblog Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira