Jaguar áformar rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 09:48 E-Page verður öllu minni en þessi F-Page jeppi. Autoblog Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent
Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent