Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 65-49 | Hafnfirðingar með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2015 21:30 Helena Sverrisdóttir var með þrennu annan leikinn í röð. vísir/anton Frábær 4. leikhluti Hauka gerði útslagið þegar liðið vann 16 stiga sigur á Grindavík, 65-49, í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir 4. leikhluta, 44-43, en þar settu Haukar í annan gír. Gestirnir hlupu hreinlega á vegg og skoruðu aðeins sex stig í öllum lokaleikhlutanum, gegn 21 stigi hjá Haukum. Þetta var fjórði sigur Hauka í jafnmörgum leikjum en Grindvíkingar máttu þola sitt fyrsta tap í vetur. Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð en hún skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Hafnfirðinga með 16 stig en hún tók einnig níu fráköst og stal boltanum sjö sinnum. Þá átti Sylvía Rún Hálfdanardóttir fínan leik með 14 stig og fjóra stolna bolta. Whitney Frazier var stigahæst hjá Grindavík með 13 stig og 11 fráköst en skotnýting gestanna í kvöld var afleit, eða 24%, og það varð þeim að falli. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og stigaskorið var eftir því lágt. Aðeins tvær þriggja stiga körfur litu t.a.m. dagsins ljós í fyrri hálfleik en skotnýting liðanna var slök (34% hjá Haukum og 28% hjá Grindavík). Grindavík leiddi með tveimur stigum, 14-16, að loknum 1. leikhluta þar sem liðið spilaði afar sterka vörn og þvingaði Hauka í fjölda tapaðra bolta. Heimakonur töpuðu alls 12 boltum í fyrri hálfleik en Grindvíkingar skoruðu einungis sex stig eftir þá en liðið fór illa með nokkur upplögð færi í sókninni. Grindavík hélt forystunni framan af 2. leikhluta en í stöðunni 18-22 kom flottur kafli hjá Haukum sem voru duglegir að sækja villur á leikmenn Grindavíkur og koma sér á vítalínuna. Haukar kláruðu fyrri hálfleikinn með 14-5 kafla en átta af 14 síðustu stigum Hauka komu af vítalínunni. Á meðan réði glundroðinn ríkjum í sóknarleik gestanna sem gekk bölvanlega að finna lausnir á vörn Hauka. Miklu munaði um að Frazier lenti í villuvandræðum og skoraði aðeins fimm stig í fyrri hálfleik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst Grindvíkinga í hálfleik með níu stig. Sjö þeirra komu af vítalínunni en hún hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum utan af velli. Sigrún skoraði alls 12 stig og tók níu fráköst en aðeins tvö af 16 skotum hennar utan af velli rötuðu rétta leið í kvöld. Petrúnella Skúladóttir fann sig heldur ekki í skotunum í kvöld en hún skoraði aðeins fimm stig þrátt fyrir 14 skottilraunir. Pálína var með níu stig hjá Haukum en Helena var komin langleiðina með að ná þrennu í hálfleik, með fimm stig (öll úr vítum), fjögur fráköst og fimm stoðsendingar. Grindavík spilaði ljómandi vel í 3. leikhluta sem liðið vann, 16-12. Varnarleikur þess var sterkur og baráttan mikil, sérstaklega hjá Lilju Ósk Sigmarsdóttur sem tók átta fráköst í 3. leikhlutanum. En í 4. leikhluta féll Grindvíkingum allur ketill í eld og liðið gat ekki keypt sér körfu. Leikmenn gestanna klúðruðu hvað eftir annað einföldum sniðsskotum og þá fjölgaði töpuðu boltunum ört. Haukar gengu á lagið, sigu jafnt og þétt framúr og unnu að lokum 16 stiga sigur, 65-49. Vítalínan reyndist Haukum dýrmæt í kvöld en 21 af 65 stigum liðsins komu þaðan. Helena skoraði t.a.m. aðeins tvær körfur í öllum leiknum en bætti það upp með 11 stigum úr vítum. Sóknarleikur Grindvíkinga var arfaslakur í kvöld en liðið getur huggað sig við það að varnarleikurinn var lengst af sterkur og það átti í fullu tré við Hauka fyrstu þrjá leikhlutana.Bein lýsing: Haukar - GrindavíkHelena: Erum ekki enn búnar að eiga okkar besta leik Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var með þrefalda tvennu þegar liðið lagði Grindavík að velli í kvöld. Helena skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar og hún var að vonum sátt með fjórða sigurinn í jafnmörgum leikjum. "Við spiluðum frábæra vörn og þær skora held ég tvö stig þangað til það er ein og hálf mínúta er eftir af leiknum," sagði Helena eftir leik en Haukar unnu 4. leikhlutann 21-6. "Við náðum loksins að loka almennilega á þær. Mér fannst við vera búnar að spila ágætlega en gáfum þeim kannski full mikið af sóknarfráköstum og vítum." Hvorugt liðið hitti vel í kvöld en Haukar voru duglegir að sækja villur og koma sér á vítalínuna. Alls skoraði liðið 21 stig úr vítum í kvöld, eða 32,3% af heildarstigafjöldanum (65). "Ég held það sé þannig þegar þú hittir ekki reynirðu alltaf að koma þér nær og nær. Það var mikill hasar í þessum leik og mikil barátta," sagði Helena sem er á jörðinni þrátt fyrir fjóra sigurleiki í upphafi tímabils. "Sigrar eru sigrar en við erum ekki enn búnar að eiga okkar besta leik. En mér finnst við alltaf vera að taka skref í rétta átt," sagði landsliðsfyrirliðinn að lokum.Sigrún: Óásættanlegt að hitta ekki úr galopnum sniðsskotum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Grindavíkur, sagði að slök skotnýting hafi orðið liðinu að falli gegn Haukum í kvöld. "Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að þær eru góðar í fyrstu þremur leikhlutunum en enn betri í þeim fjórða," sagði Sigrún en Grindavíkurliðið fékk heldur betur að kenna á því í 4. leikhluta sem Haukar unnu 21-6. Skotnýting Grindvíkinga var aðeins 24% í kvöld en liðið klúðraði hvað eftir annað einföldum sniðsskotum sem reyndist því dýrt. "Það er náttúrulega óásættanlegt hjá mér og fleirum að hitta ekki úr galopnum sniðsskotum. Ég tek ábyrgð á því sjálf," sagði Sigrún sem var þokkalega ánægð með frammistöðu Grindvíkinga framan af leik. "Persónulega fannst mér við standa vel í Haukunum og við eigum alveg erindi í þær en þetta gekk ekki í dag." Sigrún lék sinn þriðja leik með Grindavík í kvöld en hún kom aftur heim í sumar eftir að hafa spilað í Svíþjóð í fyrra. Hún kveðst ánægð með að hafa valið að spila fyrir Grindavík. "Þetta hefur verið frábært. Það er búið að taka mjög vel á móti mér, bæði leikmennirnir, þjálfararnir og stjórnin. Ég er mjög ánægð með mína ákvörðun," sagði Sigrún að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Frábær 4. leikhluti Hauka gerði útslagið þegar liðið vann 16 stiga sigur á Grindavík, 65-49, í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir 4. leikhluta, 44-43, en þar settu Haukar í annan gír. Gestirnir hlupu hreinlega á vegg og skoruðu aðeins sex stig í öllum lokaleikhlutanum, gegn 21 stigi hjá Haukum. Þetta var fjórði sigur Hauka í jafnmörgum leikjum en Grindvíkingar máttu þola sitt fyrsta tap í vetur. Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð en hún skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Hafnfirðinga með 16 stig en hún tók einnig níu fráköst og stal boltanum sjö sinnum. Þá átti Sylvía Rún Hálfdanardóttir fínan leik með 14 stig og fjóra stolna bolta. Whitney Frazier var stigahæst hjá Grindavík með 13 stig og 11 fráköst en skotnýting gestanna í kvöld var afleit, eða 24%, og það varð þeim að falli. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og stigaskorið var eftir því lágt. Aðeins tvær þriggja stiga körfur litu t.a.m. dagsins ljós í fyrri hálfleik en skotnýting liðanna var slök (34% hjá Haukum og 28% hjá Grindavík). Grindavík leiddi með tveimur stigum, 14-16, að loknum 1. leikhluta þar sem liðið spilaði afar sterka vörn og þvingaði Hauka í fjölda tapaðra bolta. Heimakonur töpuðu alls 12 boltum í fyrri hálfleik en Grindvíkingar skoruðu einungis sex stig eftir þá en liðið fór illa með nokkur upplögð færi í sókninni. Grindavík hélt forystunni framan af 2. leikhluta en í stöðunni 18-22 kom flottur kafli hjá Haukum sem voru duglegir að sækja villur á leikmenn Grindavíkur og koma sér á vítalínuna. Haukar kláruðu fyrri hálfleikinn með 14-5 kafla en átta af 14 síðustu stigum Hauka komu af vítalínunni. Á meðan réði glundroðinn ríkjum í sóknarleik gestanna sem gekk bölvanlega að finna lausnir á vörn Hauka. Miklu munaði um að Frazier lenti í villuvandræðum og skoraði aðeins fimm stig í fyrri hálfleik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst Grindvíkinga í hálfleik með níu stig. Sjö þeirra komu af vítalínunni en hún hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum utan af velli. Sigrún skoraði alls 12 stig og tók níu fráköst en aðeins tvö af 16 skotum hennar utan af velli rötuðu rétta leið í kvöld. Petrúnella Skúladóttir fann sig heldur ekki í skotunum í kvöld en hún skoraði aðeins fimm stig þrátt fyrir 14 skottilraunir. Pálína var með níu stig hjá Haukum en Helena var komin langleiðina með að ná þrennu í hálfleik, með fimm stig (öll úr vítum), fjögur fráköst og fimm stoðsendingar. Grindavík spilaði ljómandi vel í 3. leikhluta sem liðið vann, 16-12. Varnarleikur þess var sterkur og baráttan mikil, sérstaklega hjá Lilju Ósk Sigmarsdóttur sem tók átta fráköst í 3. leikhlutanum. En í 4. leikhluta féll Grindvíkingum allur ketill í eld og liðið gat ekki keypt sér körfu. Leikmenn gestanna klúðruðu hvað eftir annað einföldum sniðsskotum og þá fjölgaði töpuðu boltunum ört. Haukar gengu á lagið, sigu jafnt og þétt framúr og unnu að lokum 16 stiga sigur, 65-49. Vítalínan reyndist Haukum dýrmæt í kvöld en 21 af 65 stigum liðsins komu þaðan. Helena skoraði t.a.m. aðeins tvær körfur í öllum leiknum en bætti það upp með 11 stigum úr vítum. Sóknarleikur Grindvíkinga var arfaslakur í kvöld en liðið getur huggað sig við það að varnarleikurinn var lengst af sterkur og það átti í fullu tré við Hauka fyrstu þrjá leikhlutana.Bein lýsing: Haukar - GrindavíkHelena: Erum ekki enn búnar að eiga okkar besta leik Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var með þrefalda tvennu þegar liðið lagði Grindavík að velli í kvöld. Helena skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar og hún var að vonum sátt með fjórða sigurinn í jafnmörgum leikjum. "Við spiluðum frábæra vörn og þær skora held ég tvö stig þangað til það er ein og hálf mínúta er eftir af leiknum," sagði Helena eftir leik en Haukar unnu 4. leikhlutann 21-6. "Við náðum loksins að loka almennilega á þær. Mér fannst við vera búnar að spila ágætlega en gáfum þeim kannski full mikið af sóknarfráköstum og vítum." Hvorugt liðið hitti vel í kvöld en Haukar voru duglegir að sækja villur og koma sér á vítalínuna. Alls skoraði liðið 21 stig úr vítum í kvöld, eða 32,3% af heildarstigafjöldanum (65). "Ég held það sé þannig þegar þú hittir ekki reynirðu alltaf að koma þér nær og nær. Það var mikill hasar í þessum leik og mikil barátta," sagði Helena sem er á jörðinni þrátt fyrir fjóra sigurleiki í upphafi tímabils. "Sigrar eru sigrar en við erum ekki enn búnar að eiga okkar besta leik. En mér finnst við alltaf vera að taka skref í rétta átt," sagði landsliðsfyrirliðinn að lokum.Sigrún: Óásættanlegt að hitta ekki úr galopnum sniðsskotum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Grindavíkur, sagði að slök skotnýting hafi orðið liðinu að falli gegn Haukum í kvöld. "Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að þær eru góðar í fyrstu þremur leikhlutunum en enn betri í þeim fjórða," sagði Sigrún en Grindavíkurliðið fékk heldur betur að kenna á því í 4. leikhluta sem Haukar unnu 21-6. Skotnýting Grindvíkinga var aðeins 24% í kvöld en liðið klúðraði hvað eftir annað einföldum sniðsskotum sem reyndist því dýrt. "Það er náttúrulega óásættanlegt hjá mér og fleirum að hitta ekki úr galopnum sniðsskotum. Ég tek ábyrgð á því sjálf," sagði Sigrún sem var þokkalega ánægð með frammistöðu Grindvíkinga framan af leik. "Persónulega fannst mér við standa vel í Haukunum og við eigum alveg erindi í þær en þetta gekk ekki í dag." Sigrún lék sinn þriðja leik með Grindavík í kvöld en hún kom aftur heim í sumar eftir að hafa spilað í Svíþjóð í fyrra. Hún kveðst ánægð með að hafa valið að spila fyrir Grindavík. "Þetta hefur verið frábært. Það er búið að taka mjög vel á móti mér, bæði leikmennirnir, þjálfararnir og stjórnin. Ég er mjög ánægð með mína ákvörðun," sagði Sigrún að endingu.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira