Dramatískur sigur Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 21:20 Chelsie Schweers var með þrefalda tvennu fyrir Stjörnuna en það dugði ekki til. Vísir/Vilhelm Valur vann nauman sigur á Stjörnunni, 95-92, í framlengdum leik í Domino's-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Eftir jafna viðureign þurfti að framlengja leikinn en liðin héldust að þar til að Hallveig Jónsdóttir setti niður þriggja stiga körfu þegar 38 sekúndur voru eftir af framlengingunni og kom Val yfir, 92-89. Valur vann svo boltann aftur og komst þá á vítalínuna þar sem að Karisma Chapman nýtti bæði vítin sín. Chelsie Schweers náði þó að minnka muninn í tvö stig er hún setti niður þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Chapman fór þá aftur á vítalínuna en nýtti þó aðeins fyrra vítið. Margrét Kara Sturludóttir tók síðasta skot leiksins fyrir Stjörnuna en það geigaði. Niðurstaðan því þriggja stiga sigur Vals. Stjarnan leiddi lengst af í kvöld en Valur náði að jafna metin og þvinga framlengingu. Staðan í hálfleik var 50-47, Stjörnunni í vil. Karisma Chapman skoraði 32 stig fyrir Val og Guðbjörg Sverrisdóttir 27 en báðar tóku sextán fráköst í leiknum. Hallveig endaði með sautján stig. Schweers var með þrefalda tvennu fyrir Stjörnuna en hún var með 27 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom næst með átján stig og fjórtán fráköst.Stjarnan-Valur 92-95 (28-20, 22-27, 17-12, 14-22, 11-14)Stjarnan: Chelsie Alexa Schweers 27/10 fráköst/10 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/14 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 14/4 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 5/16 fráköst/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 5, Bára Fanney Hálfdanardóttir 3, Eva María Emilsdóttir 3/9 fráköst, Erla Dís Þórsdóttir 2.Valur: Karisma Chapman 32/16 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Margrét Ósk Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Valur vann nauman sigur á Stjörnunni, 95-92, í framlengdum leik í Domino's-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Eftir jafna viðureign þurfti að framlengja leikinn en liðin héldust að þar til að Hallveig Jónsdóttir setti niður þriggja stiga körfu þegar 38 sekúndur voru eftir af framlengingunni og kom Val yfir, 92-89. Valur vann svo boltann aftur og komst þá á vítalínuna þar sem að Karisma Chapman nýtti bæði vítin sín. Chelsie Schweers náði þó að minnka muninn í tvö stig er hún setti niður þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Chapman fór þá aftur á vítalínuna en nýtti þó aðeins fyrra vítið. Margrét Kara Sturludóttir tók síðasta skot leiksins fyrir Stjörnuna en það geigaði. Niðurstaðan því þriggja stiga sigur Vals. Stjarnan leiddi lengst af í kvöld en Valur náði að jafna metin og þvinga framlengingu. Staðan í hálfleik var 50-47, Stjörnunni í vil. Karisma Chapman skoraði 32 stig fyrir Val og Guðbjörg Sverrisdóttir 27 en báðar tóku sextán fráköst í leiknum. Hallveig endaði með sautján stig. Schweers var með þrefalda tvennu fyrir Stjörnuna en hún var með 27 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom næst með átján stig og fjórtán fráköst.Stjarnan-Valur 92-95 (28-20, 22-27, 17-12, 14-22, 11-14)Stjarnan: Chelsie Alexa Schweers 27/10 fráköst/10 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/14 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 14/4 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 5/16 fráköst/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 5, Bára Fanney Hálfdanardóttir 3, Eva María Emilsdóttir 3/9 fráköst, Erla Dís Þórsdóttir 2.Valur: Karisma Chapman 32/16 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Margrét Ósk Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira