1.155 lúxusbílar seldir á árinu Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 16:05 Mercedes Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið hér á landi og hefur verið það lengi. Mercedes Benz Þegar rýnt er í tölur frá Samgöngustöfu um nýja selda bíla á árinu sést að selst hafa 1.155 bílar sem teljast lúxusbílar. Lúxusbílar teljast af bílamerkjunum Audi, BMW, Jaguar/Land Rover (m.a. Range Rover), Lexus, Mercedes Benz, Tesla og Volvo. Það sem af er ári eru bílar Mercedes Benz lang söluhæstir þeirra hér á landi með 407 bíla. Þar á eftir er Volvo (211), Jaguar/Land Rover (185), Audi (137), BMW (94), Porsche (61), Lexus (40) og Tesla (17). Á árinu hafa alls selst 13.508 bílar og því eru þessir 1.155 lúxusbílar um 8,6% heildarinnar. Það er sama hlutfall og í fyrra og árið 2013 var það 8,5%, árið 2012 8,2%, árið 2011 7,8% og árið 2010 5,5%. Þetta hlutfall hefur því hækkað stöðugt frá hruni en um mjög lítið á síðustu árum og nánast staðið í stað á síðustu 3 árum. Sala nýrra bíla hefur vaxið mjög á undanförnum árum og farið úr 3.395 bílum árið 2010 í 10.611 bíla í fyrra og í ár fer hún líklega yfir 14 þúsund bíla. Árið 2010 seldust aðeins 188 lúxusbílar hérlendis. Þeir voru 426 árið 2011, 702 árið 2012, 682 árið 2013, 912 í fyrra, eru nú orðnir 1.155 og gætu hæglega endað í 1.300 bílum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent
Þegar rýnt er í tölur frá Samgöngustöfu um nýja selda bíla á árinu sést að selst hafa 1.155 bílar sem teljast lúxusbílar. Lúxusbílar teljast af bílamerkjunum Audi, BMW, Jaguar/Land Rover (m.a. Range Rover), Lexus, Mercedes Benz, Tesla og Volvo. Það sem af er ári eru bílar Mercedes Benz lang söluhæstir þeirra hér á landi með 407 bíla. Þar á eftir er Volvo (211), Jaguar/Land Rover (185), Audi (137), BMW (94), Porsche (61), Lexus (40) og Tesla (17). Á árinu hafa alls selst 13.508 bílar og því eru þessir 1.155 lúxusbílar um 8,6% heildarinnar. Það er sama hlutfall og í fyrra og árið 2013 var það 8,5%, árið 2012 8,2%, árið 2011 7,8% og árið 2010 5,5%. Þetta hlutfall hefur því hækkað stöðugt frá hruni en um mjög lítið á síðustu árum og nánast staðið í stað á síðustu 3 árum. Sala nýrra bíla hefur vaxið mjög á undanförnum árum og farið úr 3.395 bílum árið 2010 í 10.611 bíla í fyrra og í ár fer hún líklega yfir 14 þúsund bíla. Árið 2010 seldust aðeins 188 lúxusbílar hérlendis. Þeir voru 426 árið 2011, 702 árið 2012, 682 árið 2013, 912 í fyrra, eru nú orðnir 1.155 og gætu hæglega endað í 1.300 bílum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent