Yfirlýsing frá Gróttu: Bann vegna augljósra mistaka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2015 16:53 Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu. Vísir/Stefán Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45