Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. október 2015 13:00 Anna Björnsdóttir á göngu í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðamanna Boston Globe hringdi hún frá Reykjavík inn á símsvara FBI eftir að hafa horft á þátt um Catherine og James og sagði til þeirra. Vísir/Getty Lífshlaup eins alræmdasta glæpaforingja Bandaríkjanna James Whitey Bulger er enn á ný i sviðsljósinu í kjölfar vinsælda kvikmyndar, Scott Cooper, Black Mass. Anna Björnsdóttir hefur aldrei viljað tjá sig um sinn þátt í handtöku hans. Það vill hún heldur ekki gera núna. Eftir sextán ár á flótta var James handtekinn þann 22. júní 2011 eftir ábendingu til FBI frá Önnu sem bjó í næsta húsi við hann í Santa Monica í Kaliforníu. Fyrir ábendinguna hlaut hún samkvæmt umfjöllunum fjölmiðla ytra um málið, tvær milljónir dollara. Kærasta James, Catherine, var líka handtekin og í íbúð þeirra fundust um 30 skotvopn af ýmsu tagi og mikið fé falið í veggjum íbúðarinnar. Hér bjuggu Catherine og James við hlið Önnu í Santa Monica. Í íbúðinni fundust um þrjátíu skotvopn af ýmsu tagi og voru miklir peningar faldir inni í veggjum íbúðarinnar. James var einn alræmdasti glæpamaður sem FBI hefur lýst eftir og er talinn hafa myrt nítján manns. Hann var handtekinn þann 22. júní 2011 eftir ábendingu frá Önnu. Sá nágrannann í glæpaþætti Nokkrum dögum áður en parið var handtekið sýndi FBI nýtt sjónvarpsefni um James og Catherine. Sjónvarpsefninu var beint sérstaklega að konum sem gætu hafa séð Catherine. Í þættinum var greint frá því að líklega kölluðu þau sig Charles og Carol Gasko. Anna sat heima í Reykjavík og horfði á þáttinn og þar rann upp fyrir henni ljós og hún hringdi í FBI en enginn svaraði. Hún las skilaboð inn á símsvara stofnunarinnar og sagði til parsins. Þessa vitneskja um atburðarásina er fengin frá tveimur blaðamönnum á dagblaðinu Boston Globe, þeim Dick Lehr og Gerald O'Neill sem voru leiðandi í allri umfjöllun um handtökuna, glæpi James og tengsl hans við FBI. Það voru þeir sem riðu á vaðið og sögðu Önnu hafa veitt viðtöku mikils meirihluta verðlaunafés FBI eða tveimur milljónum dala. Margt hefur verið ritað um James í mörgum miðlum Bandaríkjanna. Þeir Dick og Greg segja þó einir blaðamanna nákvæmlega frá því hvað það var sem varð til þess að Anna gat borið kennsl á hann. Og það var skapið, sem hljóp með hann í gönur. James virtist hið ljúfasta gamalmenni. Í íbúð hans fundust fjöldi skotvopna og miklar fúlgur fjár.Nordicphotos/Getty Líkaði ekki við Obama Anna tjáði aðdáun sína á þá nýjum forseta Bandaríkjanna, Obama við þau hjón í léttu spjalli og James sem kallaði sig þá Charlie Gasko brást ókvæða við. Hún varð forviða og átti seinna ekki í neinum vandræðum með að þekkja hann aftur þegar hún sá hann í sjónvarpsherferð FBI árið 2011. James var einn sá allra eftirsóttasti glæpamaður sem FBI hefur lýst eftir og var næstur á lista eftir Osama bin Laden. Hann var talinn hafa myrt nítján manns. James var alræmdur sem leiðtogi ofbeldisfulls gengis, kennt við Winter Hill. Gengi hans átti þátt í eiturlyfjasölu, ólöglegum veðmálum og lánum í Boston. Hann var kallaður Whitey vegna áberandi hvíts háralitar hans. Bulger var notaður sem uppljóstrari af FBI árum saman og því hafði stofnunin horft hjá alvarlegum voðaverkum hans og öðrum í Winter Hill genginu. Það varð til þess að veldi hans óx í Boston þar til það varð yfirvöldum illviðráðanlegt. Anna á farsælan feril að baki sem fyrirsæta, leikkona og kvikmyndagerðarkona. Hún var kosin ungfrú Ísland árið 1974 og tók í kjölfarið þátt í Miss Universe. Velgengni í Bandaríkjunum Anna flutti til Suður Kaliforníu á áttunda áratugnum, eftir þátttöku sína í Ungfrú Alheimi 1975 þar sem hún var kosin vinsælasta stúlkan. Hún hefur síðustu ár kennt jóga og numið grafíska hönnun. Eiginmaður hennar er Halldór Guðmundsson. Anna naut velgengni í fyrirsætubransanum og var á mála hjá Ford umboðsskrifstofunni í New York og hjá Ninu Blanchard í Los Angeles. Hún kom fram í fjölda auglýsinga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og var á sérsamning hjá Noxem og Vidal Sasson. Hún nam leiklist í Los Angeles og kom einnig fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, svo sem More American Grafffiti og Get Crazy. Árið 1982 framleiddi hún heimildamyndina From Iceland to Brazil um íslenska innflytjendur í Brasilíu og árið 1987 framleiddi hún og leikstýrði heimildamyndinni Love & War um ástina á hernámsárunum á Íslandi. Á Íslandi hefur hún kennt jóga og unnið við grafíska hönnun og látið lítið fyrir sér fara. Hún og eiginmaður hennar eiga hús í Santa Monica og hafa dvalið þar endrum og eins síðustu ár.Eins og áður sagði þá hefur hún aldrei tjáð sig opinberlega um atburðina þrátt fyrir ítarlegar lýsingar fjölmiðla á þeim. Black Mass skartar Johnny Depp í hlutverki James. Myndin er byggð á samnefndri bók blaðamannanna  var John Connolly sem seinna Lehrs og Gerards. Erfiður uppvöxtur og persónuleikaraskanir Kvikmyndin Black Mass sem skartar Johnny Depp í hlutverki James er byggð á samnefndri bók blaðamannana, Dick og Greg. Bókin er byggð á ítarlegri rannsóknarblaðamennsku þeirra um málið. Þeir Greg og Dick nýttu í skrifin skýrslur úr fangelsisvist James, viðtöl við hann og aðstoðarmenn hans, skjöl um málið sem þeir fengu afhent með vísun til upplýsingalaga, upplýsingar úr réttarhöldum og fjölda ítarlega fréttaviðtala sem þeir tóku sjálfir um árabil. Án þessarar vinnu blaðamannana hefði margt verið óljóst í lífi hans. Í enn annarri bók þeirra félaga: Whitey: The Life of America's Most Notorious Mob Boss draga þeir upp enn persónulegri mynd af glæpaforingjanum. Af lífi hans með tilsjón af erfiðum uppvexti hans, glímu við persónuleikaraskanir og óróans í Boston sem einkenndist af átökum margra glæpasamtaka og mútuþægra lögreglumanna. Bandaríska alríkislögreglan gerði mikið úr fundi Bulgers. Ákvörðun sem kostaði hugrekki Hann eignaðist vini fyrir lífstíð í Old Harbor, hverfi félagslegra íbúða í Boston. Þeirra á meðal, John Connolly sem seinna gekk til liðs við FBI og réð James sem uppljóstrara. James gaf FBI ómetanlegar upplýsingar um keppinauta sína í ítölsku mafíunni í Boston. Hann borgaði þeim líka ríflegar mútur árum saman. Í staðinn fékk hann olnbogarými til þess að stækka eigið veldi. Með tímanum varð hann vægðarlaus mafíuforingi og nánast ósnertanlegur vegna tengsla sinna við æðstu lög samfélagsins í Massachussets en bróðir Whitey, Billy Bulger var þingmaður í Massachussets. Íslenskir áhorfendur geta sett sig í spor Önnu þegar þeir horfa á myndina enda slóð James blóði drifin en ákvörðun hennar hefur kostað hugrekki og það er henni að þakka að James Whitey Bulger situr nú á bak við lás og slá. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Fréttaskýringar James Whitey Bulger Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Lífshlaup eins alræmdasta glæpaforingja Bandaríkjanna James Whitey Bulger er enn á ný i sviðsljósinu í kjölfar vinsælda kvikmyndar, Scott Cooper, Black Mass. Anna Björnsdóttir hefur aldrei viljað tjá sig um sinn þátt í handtöku hans. Það vill hún heldur ekki gera núna. Eftir sextán ár á flótta var James handtekinn þann 22. júní 2011 eftir ábendingu til FBI frá Önnu sem bjó í næsta húsi við hann í Santa Monica í Kaliforníu. Fyrir ábendinguna hlaut hún samkvæmt umfjöllunum fjölmiðla ytra um málið, tvær milljónir dollara. Kærasta James, Catherine, var líka handtekin og í íbúð þeirra fundust um 30 skotvopn af ýmsu tagi og mikið fé falið í veggjum íbúðarinnar. Hér bjuggu Catherine og James við hlið Önnu í Santa Monica. Í íbúðinni fundust um þrjátíu skotvopn af ýmsu tagi og voru miklir peningar faldir inni í veggjum íbúðarinnar. James var einn alræmdasti glæpamaður sem FBI hefur lýst eftir og er talinn hafa myrt nítján manns. Hann var handtekinn þann 22. júní 2011 eftir ábendingu frá Önnu. Sá nágrannann í glæpaþætti Nokkrum dögum áður en parið var handtekið sýndi FBI nýtt sjónvarpsefni um James og Catherine. Sjónvarpsefninu var beint sérstaklega að konum sem gætu hafa séð Catherine. Í þættinum var greint frá því að líklega kölluðu þau sig Charles og Carol Gasko. Anna sat heima í Reykjavík og horfði á þáttinn og þar rann upp fyrir henni ljós og hún hringdi í FBI en enginn svaraði. Hún las skilaboð inn á símsvara stofnunarinnar og sagði til parsins. Þessa vitneskja um atburðarásina er fengin frá tveimur blaðamönnum á dagblaðinu Boston Globe, þeim Dick Lehr og Gerald O'Neill sem voru leiðandi í allri umfjöllun um handtökuna, glæpi James og tengsl hans við FBI. Það voru þeir sem riðu á vaðið og sögðu Önnu hafa veitt viðtöku mikils meirihluta verðlaunafés FBI eða tveimur milljónum dala. Margt hefur verið ritað um James í mörgum miðlum Bandaríkjanna. Þeir Dick og Greg segja þó einir blaðamanna nákvæmlega frá því hvað það var sem varð til þess að Anna gat borið kennsl á hann. Og það var skapið, sem hljóp með hann í gönur. James virtist hið ljúfasta gamalmenni. Í íbúð hans fundust fjöldi skotvopna og miklar fúlgur fjár.Nordicphotos/Getty Líkaði ekki við Obama Anna tjáði aðdáun sína á þá nýjum forseta Bandaríkjanna, Obama við þau hjón í léttu spjalli og James sem kallaði sig þá Charlie Gasko brást ókvæða við. Hún varð forviða og átti seinna ekki í neinum vandræðum með að þekkja hann aftur þegar hún sá hann í sjónvarpsherferð FBI árið 2011. James var einn sá allra eftirsóttasti glæpamaður sem FBI hefur lýst eftir og var næstur á lista eftir Osama bin Laden. Hann var talinn hafa myrt nítján manns. James var alræmdur sem leiðtogi ofbeldisfulls gengis, kennt við Winter Hill. Gengi hans átti þátt í eiturlyfjasölu, ólöglegum veðmálum og lánum í Boston. Hann var kallaður Whitey vegna áberandi hvíts háralitar hans. Bulger var notaður sem uppljóstrari af FBI árum saman og því hafði stofnunin horft hjá alvarlegum voðaverkum hans og öðrum í Winter Hill genginu. Það varð til þess að veldi hans óx í Boston þar til það varð yfirvöldum illviðráðanlegt. Anna á farsælan feril að baki sem fyrirsæta, leikkona og kvikmyndagerðarkona. Hún var kosin ungfrú Ísland árið 1974 og tók í kjölfarið þátt í Miss Universe. Velgengni í Bandaríkjunum Anna flutti til Suður Kaliforníu á áttunda áratugnum, eftir þátttöku sína í Ungfrú Alheimi 1975 þar sem hún var kosin vinsælasta stúlkan. Hún hefur síðustu ár kennt jóga og numið grafíska hönnun. Eiginmaður hennar er Halldór Guðmundsson. Anna naut velgengni í fyrirsætubransanum og var á mála hjá Ford umboðsskrifstofunni í New York og hjá Ninu Blanchard í Los Angeles. Hún kom fram í fjölda auglýsinga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og var á sérsamning hjá Noxem og Vidal Sasson. Hún nam leiklist í Los Angeles og kom einnig fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, svo sem More American Grafffiti og Get Crazy. Árið 1982 framleiddi hún heimildamyndina From Iceland to Brazil um íslenska innflytjendur í Brasilíu og árið 1987 framleiddi hún og leikstýrði heimildamyndinni Love & War um ástina á hernámsárunum á Íslandi. Á Íslandi hefur hún kennt jóga og unnið við grafíska hönnun og látið lítið fyrir sér fara. Hún og eiginmaður hennar eiga hús í Santa Monica og hafa dvalið þar endrum og eins síðustu ár.Eins og áður sagði þá hefur hún aldrei tjáð sig opinberlega um atburðina þrátt fyrir ítarlegar lýsingar fjölmiðla á þeim. Black Mass skartar Johnny Depp í hlutverki James. Myndin er byggð á samnefndri bók blaðamannanna  var John Connolly sem seinna Lehrs og Gerards. Erfiður uppvöxtur og persónuleikaraskanir Kvikmyndin Black Mass sem skartar Johnny Depp í hlutverki James er byggð á samnefndri bók blaðamannana, Dick og Greg. Bókin er byggð á ítarlegri rannsóknarblaðamennsku þeirra um málið. Þeir Greg og Dick nýttu í skrifin skýrslur úr fangelsisvist James, viðtöl við hann og aðstoðarmenn hans, skjöl um málið sem þeir fengu afhent með vísun til upplýsingalaga, upplýsingar úr réttarhöldum og fjölda ítarlega fréttaviðtala sem þeir tóku sjálfir um árabil. Án þessarar vinnu blaðamannana hefði margt verið óljóst í lífi hans. Í enn annarri bók þeirra félaga: Whitey: The Life of America's Most Notorious Mob Boss draga þeir upp enn persónulegri mynd af glæpaforingjanum. Af lífi hans með tilsjón af erfiðum uppvexti hans, glímu við persónuleikaraskanir og óróans í Boston sem einkenndist af átökum margra glæpasamtaka og mútuþægra lögreglumanna. Bandaríska alríkislögreglan gerði mikið úr fundi Bulgers. Ákvörðun sem kostaði hugrekki Hann eignaðist vini fyrir lífstíð í Old Harbor, hverfi félagslegra íbúða í Boston. Þeirra á meðal, John Connolly sem seinna gekk til liðs við FBI og réð James sem uppljóstrara. James gaf FBI ómetanlegar upplýsingar um keppinauta sína í ítölsku mafíunni í Boston. Hann borgaði þeim líka ríflegar mútur árum saman. Í staðinn fékk hann olnbogarými til þess að stækka eigið veldi. Með tímanum varð hann vægðarlaus mafíuforingi og nánast ósnertanlegur vegna tengsla sinna við æðstu lög samfélagsins í Massachussets en bróðir Whitey, Billy Bulger var þingmaður í Massachussets. Íslenskir áhorfendur geta sett sig í spor Önnu þegar þeir horfa á myndina enda slóð James blóði drifin en ákvörðun hennar hefur kostað hugrekki og það er henni að þakka að James Whitey Bulger situr nú á bak við lás og slá.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Fréttaskýringar James Whitey Bulger Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira