8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 10. október 2015 10:45 Ytri Rangá er aflahæsta laxveiðiáin þetta sumarið Þeir eru að reynast ótrúlega sannspáir sem spáðu að þetta yrði eitt af metárunum í Ytri Rangá strax í byrjun. Veiðin hefur verið svakalega góð í ánni meira og mina allt tímabilið þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar hafi verið rólegar eins og gefur að skilja. Þegar áin fór loksins í gang var feyknaveiði á fluguna og það jókst bara sem leið á sumarið. Þegar maðkurinn fór niður var þetta ekkert annað en mokveiði og þá fóru að detta inn 600-900 laxa vikur en þar um bil. Veiðin hefur verið feyknagóð á endasprettinum í haust og staðar er sú að alls eru komnir 8408 laxar á land á þessu tímabili sem gerir það að þriðja besta ári Yrtri Rangár frá upphafi en aðeins hefur veiðst meira árin 2008 og 2009. Nú er veitt í ánni í tæpa 10 daga í viðbót og daglega eru að veiðast um og yfir 50 laxar svo það er ekkert óhugsandi að um 500 laxar veiðist í viðbót á þeim tíma. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar geta klárlega gert góða veiði í Ytri fram til loka því ekki vantar laxinn og ennþá veiðast nokkrir bjartir laxar næstum daglega. Mest lesið Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði
Þeir eru að reynast ótrúlega sannspáir sem spáðu að þetta yrði eitt af metárunum í Ytri Rangá strax í byrjun. Veiðin hefur verið svakalega góð í ánni meira og mina allt tímabilið þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar hafi verið rólegar eins og gefur að skilja. Þegar áin fór loksins í gang var feyknaveiði á fluguna og það jókst bara sem leið á sumarið. Þegar maðkurinn fór niður var þetta ekkert annað en mokveiði og þá fóru að detta inn 600-900 laxa vikur en þar um bil. Veiðin hefur verið feyknagóð á endasprettinum í haust og staðar er sú að alls eru komnir 8408 laxar á land á þessu tímabili sem gerir það að þriðja besta ári Yrtri Rangár frá upphafi en aðeins hefur veiðst meira árin 2008 og 2009. Nú er veitt í ánni í tæpa 10 daga í viðbót og daglega eru að veiðast um og yfir 50 laxar svo það er ekkert óhugsandi að um 500 laxar veiðist í viðbót á þeim tíma. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar geta klárlega gert góða veiði í Ytri fram til loka því ekki vantar laxinn og ennþá veiðast nokkrir bjartir laxar næstum daglega.
Mest lesið Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði