Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. október 2015 13:07 Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir/Pjetur Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32
Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26