Innlent

Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal.
"Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. vísir/anton brink
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir aðgerðir lögreglu með öllu óásættanlegar. Fjölmargir lögreglumenn hafa tilkynnt forföll vegna veikinda í dag og telja lögregluembætti sig því ekki geta sinnt störfum sínum með eðlilegum hætti í dag.

„Mér líst bara mjög illa á þetta. Eitt er það að ræða hér um kjaradeilu lögreglumanna, sem er auðvitað í ákveðnum farvegi, og annað er það að beita aðgerðum af þessum tagi, sem ég tel alls ekki í lagi að gripið sé til,” segir Ólöf.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við fréttastofu að aðgerðir lögreglu væru ekki á vegum sambandsins, en að draga mætti þá ályktun að ekki væri um raunveruleg veikindi að ræða. Ólöf segir þetta skýrt brot á lögum.

„Menn verða bara að halda þessu innan ramma laganna. Það á svo sannarlega líka við um lögreglumenn hér í landi. Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt. Kjaradeilan er þung og alvarleg og við þurfum auðvitað að leysa hana og ég skil alveg þungan að vissu leyti í lögreglumönnum, en þessar aðgerðir tel ég algjörlega óviðunandi,” segir Ólöf Nordal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×