Laxveiðisumarið það fjórða besta Svavar Hávarðsson skrifar 12. október 2015 09:00 Langá á Mýrum kristallar sveifluna í laxveiði á milli ára – í fyrrasumar veiddust 595 laxar en í sumar urðu þeir 2.616. vísir/gva Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stangveiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum þar sem veiði varð sú mesta frá upphafi skráninga. Má geta þess að Blanda og Miðfjarðará slógu báðar sín met – og met yfir veiði úr sjálfbærum ám – og voru samanlagðar lokatölur þeirra tveggja tæplega 11.000 laxar. Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Flott veiði í Svartá í Skagafirði Veiði
Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stangveiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum þar sem veiði varð sú mesta frá upphafi skráninga. Má geta þess að Blanda og Miðfjarðará slógu báðar sín met – og met yfir veiði úr sjálfbærum ám – og voru samanlagðar lokatölur þeirra tveggja tæplega 11.000 laxar.
Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Flott veiði í Svartá í Skagafirði Veiði