Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 19-29 | Valur valtaði yfir andlausa FH-inga Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2015 21:00 Orri Freyr Gíslason skorar eitt af sex mörkum sínum í kvöld. vísir/pjetur Valur valtaði yfir FH í áttundu umferð Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-6, gestunum frá Hlíðarenda í vil, og lokatölur urðu svo tíu marka sigur Vals, 29-19. Frá upphafi var ljóst í hvað stefndi. Valsmenn náðu fjögurra marka forskoti strax eftir sjö mínútna leik. Þeir létu það aldrei af hendi og bættu bara í. Í síðari hálfleik var svipað upp á teningnum og sigurinn aldrei í hættu.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun. Þetta byrjaði ekki byrlega fyrir heimamenn sem voru komnir 4-0 undir eftir sjö mínútna leik. Þá loksins kom fyrsta mark FH, en það gerði Ísak Rafnsson með þrumufleyg. Munurinn var þrjú mörk þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum 8-5, en Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, hafði þá varið þrjú dauðafæri. Vörn FH var mjög svart-hvít, eins og búningur liðsins gefur kannski til að kynna. Inn á milli komu mjög öflugar varnir, en aftur á móti voru mun fleiri varnir þar sem áhorfendur héldu líklega að leikmenn FH væru byrjendur í handbolta svo lélegur var varnarleikurinn og hvað þá sóknarleikurinn. Lykilmenn langt frá sínu besta og þeir Ísak Rafnsson, Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson voru samanlagt með tvö mörk úr fjórtán skotum í hálfleik. Heimamenn skoruðu á sextándu mínútu og það næsta kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Í millitíðinni skoruðu gestirnir sex mörk og staðan 14-6 í hálfleik. Hlynur Morthens var í miklum ham í marki gestanna og var hann með 68% markvörslu í hálfleik og hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Ekki ætla ég að gera lítið úr frammistöðu Hlyns, en mörg þeirra skota sem hann fékk á sig voru afar léleg. Inn á milli varði hann aftur á móti frábærlega. Valsmenn stigu ekkert af bensíngjöfinni í síðari hálfleik og áttu í engum vandræðum með slaka FH-inga. Valsmenn spiluðu flottan handbolta og skoruðu nánast að vild. Létu boltann vinna vel og margir leikmenn tóku þátt í gleðinni. Þeir hefðu ef til vill getið unnið stærri sigur ef væri ekki fyrir ágætis frammistöðu markvarðar FH sem vörðu oft á tíðum úr dauðafærum frá Valsmönnum. Lokatölur urðu svo tíu marka sigru Valsmanna, 19-29, sem eru búnir að vinna sjö af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. Theodór Ingi Pálmason var eini með lífsmarki í sókn FH. Þegar hann fekk sendingu þá yfirleitt kláraði hann sín færi, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Brynjar Darri og Ágúst Elí voru ágætlega í markinu. Hjá Valsmönnum voru það margir sem lögðu hönd á plóg. Orri Freyr Gíslason var markahæstur með sex mörk, en hann fékk nokkrar geggjaðar sendingar fra Ómari Inga Magnússyni sem leit virkilega vel út í dag þrátt fyrir að hafa einungis skorað þrjú mörk. Hlynur Morthens varði svo og varði í markinu, en hann endaði með 51% markvörslu.vísir/pjeturHalldór: Öll lið líta út eins og snillingar og heimsmeistarar gegn okkur „Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í l leikslok. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum.vísir/pjeturGuðmundur Hólmar: Hlynur var magnaður í markinu „Já, ég verð að viðurkenna það að þetta var auðveldara en ég bjóst við. Ég bjóst við FH-ingum grimmari,” sagði Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, í leikslok. „Við komum grimmir til leiks eins og við höfum verið að gera undanfarið. Við spiluðum flotta vörn og Hlynur var magnaður í markinu. Hlynur var besti maður vallarins fannst mér.” „Það sem skóp sigurinn í dag var mjög sterk vörn, ágætis sókn og Bubbi (Hlynur Morthens) frábær.” „Ég var virkilega ánægð með Hlyn í markinu og ég var mjög ánægður með að við náðum að spila aðeins á breiddinni. Við náðum að nýta alla vel í dag sem er mjög jákvætt og ánægður með stemninguna í hópnum.” „Það er mjög gott að geta dreift álaginu. Ég sjálfur er búinn að vera í veikindum og Gunnar Harðarson einnig og því er gott að menn geti fengið aðeins að pústa.” Valsmenn hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum, en eina tap þeirra kom gegn Haukum í Vodafone-höllinni. Það situr enn í Guðmundi. „Fyrir tímabilið hefði ég tekið það, en ég er samt drullu ósáttur með þetta tap gegn Haukum sérstaklega. Það er þó búið gert og við nennum ekki að ræða það meira,” sagði Guðmundur Hólmar í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Valur valtaði yfir FH í áttundu umferð Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-6, gestunum frá Hlíðarenda í vil, og lokatölur urðu svo tíu marka sigur Vals, 29-19. Frá upphafi var ljóst í hvað stefndi. Valsmenn náðu fjögurra marka forskoti strax eftir sjö mínútna leik. Þeir létu það aldrei af hendi og bættu bara í. Í síðari hálfleik var svipað upp á teningnum og sigurinn aldrei í hættu.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun. Þetta byrjaði ekki byrlega fyrir heimamenn sem voru komnir 4-0 undir eftir sjö mínútna leik. Þá loksins kom fyrsta mark FH, en það gerði Ísak Rafnsson með þrumufleyg. Munurinn var þrjú mörk þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum 8-5, en Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, hafði þá varið þrjú dauðafæri. Vörn FH var mjög svart-hvít, eins og búningur liðsins gefur kannski til að kynna. Inn á milli komu mjög öflugar varnir, en aftur á móti voru mun fleiri varnir þar sem áhorfendur héldu líklega að leikmenn FH væru byrjendur í handbolta svo lélegur var varnarleikurinn og hvað þá sóknarleikurinn. Lykilmenn langt frá sínu besta og þeir Ísak Rafnsson, Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson voru samanlagt með tvö mörk úr fjórtán skotum í hálfleik. Heimamenn skoruðu á sextándu mínútu og það næsta kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Í millitíðinni skoruðu gestirnir sex mörk og staðan 14-6 í hálfleik. Hlynur Morthens var í miklum ham í marki gestanna og var hann með 68% markvörslu í hálfleik og hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Ekki ætla ég að gera lítið úr frammistöðu Hlyns, en mörg þeirra skota sem hann fékk á sig voru afar léleg. Inn á milli varði hann aftur á móti frábærlega. Valsmenn stigu ekkert af bensíngjöfinni í síðari hálfleik og áttu í engum vandræðum með slaka FH-inga. Valsmenn spiluðu flottan handbolta og skoruðu nánast að vild. Létu boltann vinna vel og margir leikmenn tóku þátt í gleðinni. Þeir hefðu ef til vill getið unnið stærri sigur ef væri ekki fyrir ágætis frammistöðu markvarðar FH sem vörðu oft á tíðum úr dauðafærum frá Valsmönnum. Lokatölur urðu svo tíu marka sigru Valsmanna, 19-29, sem eru búnir að vinna sjö af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. Theodór Ingi Pálmason var eini með lífsmarki í sókn FH. Þegar hann fekk sendingu þá yfirleitt kláraði hann sín færi, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Brynjar Darri og Ágúst Elí voru ágætlega í markinu. Hjá Valsmönnum voru það margir sem lögðu hönd á plóg. Orri Freyr Gíslason var markahæstur með sex mörk, en hann fékk nokkrar geggjaðar sendingar fra Ómari Inga Magnússyni sem leit virkilega vel út í dag þrátt fyrir að hafa einungis skorað þrjú mörk. Hlynur Morthens varði svo og varði í markinu, en hann endaði með 51% markvörslu.vísir/pjeturHalldór: Öll lið líta út eins og snillingar og heimsmeistarar gegn okkur „Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í l leikslok. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum.vísir/pjeturGuðmundur Hólmar: Hlynur var magnaður í markinu „Já, ég verð að viðurkenna það að þetta var auðveldara en ég bjóst við. Ég bjóst við FH-ingum grimmari,” sagði Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, í leikslok. „Við komum grimmir til leiks eins og við höfum verið að gera undanfarið. Við spiluðum flotta vörn og Hlynur var magnaður í markinu. Hlynur var besti maður vallarins fannst mér.” „Það sem skóp sigurinn í dag var mjög sterk vörn, ágætis sókn og Bubbi (Hlynur Morthens) frábær.” „Ég var virkilega ánægð með Hlyn í markinu og ég var mjög ánægður með að við náðum að spila aðeins á breiddinni. Við náðum að nýta alla vel í dag sem er mjög jákvætt og ánægður með stemninguna í hópnum.” „Það er mjög gott að geta dreift álaginu. Ég sjálfur er búinn að vera í veikindum og Gunnar Harðarson einnig og því er gott að menn geti fengið aðeins að pústa.” Valsmenn hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum, en eina tap þeirra kom gegn Haukum í Vodafone-höllinni. Það situr enn í Guðmundi. „Fyrir tímabilið hefði ég tekið það, en ég er samt drullu ósáttur með þetta tap gegn Haukum sérstaklega. Það er þó búið gert og við nennum ekki að ræða það meira,” sagði Guðmundur Hólmar í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira