Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu gegn Lettlandi. vísir/anton brink Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Strákarnir eru öruggir áfram en það er allt undir hjá Tyrkjum. Jóhann Berg Guðmundsson á von á að það verði því mikil og góð stemning Torku Arena í kvöld. „Við þurfum að njóta þess að spila þennan leik. Við erum komnir á EM og þá getum við bara notið þess að spila þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi í gær. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Ísland væri búið að tryggja sér EM-sætið fyrir lokaleikina í riðlinum en það varð engu að síður raunin.vísir/gettyVilja efsta sætið „Eins og ég var að segja við strákana þá hefði það verið laglegt að þurfa að koma hingað í lokaleiknum og sækja einhver stig. Það hefði verið ansi erfitt.“ „Það er því frábært að geta farið pressulausir inn í þennan leik. Það er í raun algjörlega magnað og sýnir hversu vel við höfum staðið okkur í undankeppninni. Það eru ekki mörg landslið sem hefðu getað gert það sem við gerðum.“ „En við viljum að sjálfsögðu vinna leikinn og taka efsta sætið í riðlinum,“ bætir Jóhann við.Ísland er komið á EM og það vita stuðningsmennirnir.vísir/gettyTil í hvað sem er Hann segir að það sé ljóst að öll lið taki Ísland alvarlega úr þessu. „Að spila gegn Íslandi í gamla daga átti að vera ávísun á þrjú stig hjá stóru liðunum en nú taka þau öll okkur alvarlega.“ „Við sýndum það gegn Hollandi, sem við unnum tvisvar, að það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir okkur.“ Jóhann Berg hefur spilað á báðum köntum sem og frammi með Kolbeini Sigþórssyni. Það skiptir hann litlu máli hvar hann spilar í dag, svo framarlega sem hann sé inni á vellinum. „Ég er til í hvað sem er. Það eru bara forréttindi að fá að vera í fyrstu ellefu í þessu liði og ég er til í hvað sem er, hvort sem það er vinstri bakvörður eða eitthvað annað,“ segir hann og hlær.vísir/anton brinkHlýtur að detta inn mark Hann spilar á hægri kantinum hjá Charlton og þekkir því það vel. „Það væri því auðveldast fyrir mig að halda þeirri stöðu en það verður bara að koma í ljós.“ Jóhann Berg á von á að mæta sterkari varnarmönnum í kvöld en á laugardag. „Aðstæður eru vissulega allt öðruvísi en maður reynir samt að koma einhverjum fyrirgjöfum inn í teig og fara svo á vinstri löppina til að skjóta á markið. Það gekk ekki nógu vel á móti Lettlandi en það tekst vonandi betur gegn Tyrklandi.“ Hans síðasta landsliðsmark kom gegn Wales í mars í fyrra og hann segir tímabært að skora annað. „Fyrir löngu síðan. Það hlýtur að detta inn í þessum leik, annars verða menn ansi ósáttir,“ sagði hann og brosti. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Ögmundur: Ég verð tilbúinn Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi. 12. október 2015 14:30 Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag. 12. október 2015 14:54 Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Strákarnir eru öruggir áfram en það er allt undir hjá Tyrkjum. Jóhann Berg Guðmundsson á von á að það verði því mikil og góð stemning Torku Arena í kvöld. „Við þurfum að njóta þess að spila þennan leik. Við erum komnir á EM og þá getum við bara notið þess að spila þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi í gær. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Ísland væri búið að tryggja sér EM-sætið fyrir lokaleikina í riðlinum en það varð engu að síður raunin.vísir/gettyVilja efsta sætið „Eins og ég var að segja við strákana þá hefði það verið laglegt að þurfa að koma hingað í lokaleiknum og sækja einhver stig. Það hefði verið ansi erfitt.“ „Það er því frábært að geta farið pressulausir inn í þennan leik. Það er í raun algjörlega magnað og sýnir hversu vel við höfum staðið okkur í undankeppninni. Það eru ekki mörg landslið sem hefðu getað gert það sem við gerðum.“ „En við viljum að sjálfsögðu vinna leikinn og taka efsta sætið í riðlinum,“ bætir Jóhann við.Ísland er komið á EM og það vita stuðningsmennirnir.vísir/gettyTil í hvað sem er Hann segir að það sé ljóst að öll lið taki Ísland alvarlega úr þessu. „Að spila gegn Íslandi í gamla daga átti að vera ávísun á þrjú stig hjá stóru liðunum en nú taka þau öll okkur alvarlega.“ „Við sýndum það gegn Hollandi, sem við unnum tvisvar, að það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir okkur.“ Jóhann Berg hefur spilað á báðum köntum sem og frammi með Kolbeini Sigþórssyni. Það skiptir hann litlu máli hvar hann spilar í dag, svo framarlega sem hann sé inni á vellinum. „Ég er til í hvað sem er. Það eru bara forréttindi að fá að vera í fyrstu ellefu í þessu liði og ég er til í hvað sem er, hvort sem það er vinstri bakvörður eða eitthvað annað,“ segir hann og hlær.vísir/anton brinkHlýtur að detta inn mark Hann spilar á hægri kantinum hjá Charlton og þekkir því það vel. „Það væri því auðveldast fyrir mig að halda þeirri stöðu en það verður bara að koma í ljós.“ Jóhann Berg á von á að mæta sterkari varnarmönnum í kvöld en á laugardag. „Aðstæður eru vissulega allt öðruvísi en maður reynir samt að koma einhverjum fyrirgjöfum inn í teig og fara svo á vinstri löppina til að skjóta á markið. Það gekk ekki nógu vel á móti Lettlandi en það tekst vonandi betur gegn Tyrklandi.“ Hans síðasta landsliðsmark kom gegn Wales í mars í fyrra og hann segir tímabært að skora annað. „Fyrir löngu síðan. Það hlýtur að detta inn í þessum leik, annars verða menn ansi ósáttir,“ sagði hann og brosti.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Ögmundur: Ég verð tilbúinn Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi. 12. október 2015 14:30 Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag. 12. október 2015 14:54 Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00
Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00
Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44
Ögmundur: Ég verð tilbúinn Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi. 12. október 2015 14:30
Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag. 12. október 2015 14:54
Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins. 12. október 2015 23:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn