Halldór: Öll lið líta út eins og snillingar og heimsmeistarar gegn okkur Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 12. október 2015 22:00 Halldór Jóhann Sigfússon fylgist svekktur með af hliðarlínunni í kvöld. vísir/pjetur „Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
„Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira