VW innkallar 100.000 bíla í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:23 Innkallanir dísilbíla Volkswagen eru hafnar. Autoblog Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent
Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent