Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Ritstjórn skrifar 13. október 2015 10:28 Fatamerkið Balenciaga hefur í samstarfi við netverslunina MyTheresa gert tískustuttmyndina „Une Incroyable Excuse“ eða ótrúleg afsökun. Í myndinni, sem tekin er upp á einu glæsilegasta veitingahúsi í París, Caviar Kaspia, kynnumst við þremur vinkonum sem hittast í hádegismat. Ein þeirra er of sein og hneykslast vinkonur hennar á því að hún sé enn eina ferðina sein og hvaða ótrúlegu afsökun hún muni koma með í þetta skiptið. „Hugmyndin á bakvið myndina er að sýna að tískuheimurinn getur líka verið léttur og skemmtilegur, en það er eitthvað sem skiptir mig miklu máli að sé auglóst, og það var útgangspunkturinn við gerð myndarinnar,“ segir Justin O'Shea innkaupastjóri hjá MyTheresa um gerð myndarainnar. Í myndinni klæðast þær vinkonurnar fatnaði úr haustlínu Balenciaga, sem fáanleg er á MyTheresa.com. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en hún verður sýnd í heild sinni á heimasíðunni showstudio.com á sunnudag og svo á MyTheresa.com. Glamour Tíska Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Victoria Beckham kann að gera grín af sjálfri sér Glamour Sex hlutir til að gera í óveðrinu Glamour Passa sig Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kim Kardashian er nýtt andlit snyrtivörulínu Pat McGrath Glamour
Fatamerkið Balenciaga hefur í samstarfi við netverslunina MyTheresa gert tískustuttmyndina „Une Incroyable Excuse“ eða ótrúleg afsökun. Í myndinni, sem tekin er upp á einu glæsilegasta veitingahúsi í París, Caviar Kaspia, kynnumst við þremur vinkonum sem hittast í hádegismat. Ein þeirra er of sein og hneykslast vinkonur hennar á því að hún sé enn eina ferðina sein og hvaða ótrúlegu afsökun hún muni koma með í þetta skiptið. „Hugmyndin á bakvið myndina er að sýna að tískuheimurinn getur líka verið léttur og skemmtilegur, en það er eitthvað sem skiptir mig miklu máli að sé auglóst, og það var útgangspunkturinn við gerð myndarinnar,“ segir Justin O'Shea innkaupastjóri hjá MyTheresa um gerð myndarainnar. Í myndinni klæðast þær vinkonurnar fatnaði úr haustlínu Balenciaga, sem fáanleg er á MyTheresa.com. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en hún verður sýnd í heild sinni á heimasíðunni showstudio.com á sunnudag og svo á MyTheresa.com.
Glamour Tíska Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Victoria Beckham kann að gera grín af sjálfri sér Glamour Sex hlutir til að gera í óveðrinu Glamour Passa sig Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kim Kardashian er nýtt andlit snyrtivörulínu Pat McGrath Glamour