Búa sig undir verkfall starfsmanna ÁTVR Kjartan Atli Kjartansson og Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. október 2015 07:00 Íslendingar eru ekki endilega þekktir fyrir að vera tímanlega í áfengiskaupum. Mikil örtröð gæti myndast í Vínbúðum landsins í dag vegna verkfallsins. Ef fram heldur sem horfir verða verslanir ÁTVR lokaðar fimmtudag og föstudag, vegna verkfalls starfsmanna. Skemmtistaðir birgja sig nú upp af áfengi og munu einhverjir bjóða upp á lengri „happy hour“, til að mæta þörfum viðskiptavina. Yfirvofandi verkfall starfsmanna sem skráðir eru í stéttarfélagið SFR mun hafa þær afleiðingar að Vínbúðir um allt land verða lokaðar á fimmtudag og föstudag. Augljóslega mun verkfallið því hafa áhrif á skemmtanalíf Íslendinga þessa tvo daga, enda Íslendingar ekki endilega þekktir fyrir að vera tímanlega í áfengiskaupum – fólk virðist oft ákveða á síðustu stundu að kíkja út á lífið. Til marks um það eru Vínbúðirnar opnar lengur á föstudögum og er oft gríðarlega mikið að gera þar um helgar. Stjórnendur skemmtistaða sjá sér nú leik á borði; væntanlega vita þeir sem er að fólk mun vilja skemmta sér og hafa pantanir stækkað undanfarið vegna þessa. „Við sjáum stærri pantanir, heilt yfir,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði hjá Vífilfelli. Hann segir Vífilfell finna fyrir mestri aukningu í pöntunum á sterku víni og léttu víni. „Við höfum einnig fundið stíganda í pöntunum á bjór, sem er væntanlega vegna þess að fólk sér að verkfallið er að skella á. Þetta er ekki bara fimmtudagur og föstudagur heldur líka mánudagur og þriðjudagur, þó svo að þeir séu rólegastir í Vínbúðunum. Veitingamaðurinn þarf einnig að hugsa um að hafa nægt framboð af áfengi frá fimmtudegi fram á miðvikudag í næstu viku þegar Vínbúðirnar verða opnaðar aftur.“Arnar Þór Gíslason, sem er einn af eigendum skemmti- og veitingastaðana English Pub, Danska barsins, Lebowski, Kalda bars og 10 dropa segir að sínar áfengibirgðir ættu að duga þrátt fyrir aukið álag á skemmti- og veitingastöðunum. Geoffrey Þór Karl Huntingdon-Williams, sem sér um reksturinn á Prikinu ætlar að hafa lengra "Happy hour" vegna verkfallsins. Verkfall 2016 Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir verða verslanir ÁTVR lokaðar fimmtudag og föstudag, vegna verkfalls starfsmanna. Skemmtistaðir birgja sig nú upp af áfengi og munu einhverjir bjóða upp á lengri „happy hour“, til að mæta þörfum viðskiptavina. Yfirvofandi verkfall starfsmanna sem skráðir eru í stéttarfélagið SFR mun hafa þær afleiðingar að Vínbúðir um allt land verða lokaðar á fimmtudag og föstudag. Augljóslega mun verkfallið því hafa áhrif á skemmtanalíf Íslendinga þessa tvo daga, enda Íslendingar ekki endilega þekktir fyrir að vera tímanlega í áfengiskaupum – fólk virðist oft ákveða á síðustu stundu að kíkja út á lífið. Til marks um það eru Vínbúðirnar opnar lengur á föstudögum og er oft gríðarlega mikið að gera þar um helgar. Stjórnendur skemmtistaða sjá sér nú leik á borði; væntanlega vita þeir sem er að fólk mun vilja skemmta sér og hafa pantanir stækkað undanfarið vegna þessa. „Við sjáum stærri pantanir, heilt yfir,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði hjá Vífilfelli. Hann segir Vífilfell finna fyrir mestri aukningu í pöntunum á sterku víni og léttu víni. „Við höfum einnig fundið stíganda í pöntunum á bjór, sem er væntanlega vegna þess að fólk sér að verkfallið er að skella á. Þetta er ekki bara fimmtudagur og föstudagur heldur líka mánudagur og þriðjudagur, þó svo að þeir séu rólegastir í Vínbúðunum. Veitingamaðurinn þarf einnig að hugsa um að hafa nægt framboð af áfengi frá fimmtudegi fram á miðvikudag í næstu viku þegar Vínbúðirnar verða opnaðar aftur.“Arnar Þór Gíslason, sem er einn af eigendum skemmti- og veitingastaðana English Pub, Danska barsins, Lebowski, Kalda bars og 10 dropa segir að sínar áfengibirgðir ættu að duga þrátt fyrir aukið álag á skemmti- og veitingastöðunum. Geoffrey Þór Karl Huntingdon-Williams, sem sér um reksturinn á Prikinu ætlar að hafa lengra "Happy hour" vegna verkfallsins.
Verkfall 2016 Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira