Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið Bjarki Ármannsson skrifar 13. október 2015 20:25 Mynd af hópnum sem fékk ókeypis ferð í dag. Mynd/Hans Guðmundsson „Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“ Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira