Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2015 10:30 Marty McFly horfir á skjá í myndinni Back to the Future II þar sem sagt er frá því að Chicago Cubs sé meistari árið 2015. Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015 Erlendar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015
Erlendar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira