Frumleg Peugeot vatnsrennibraut Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 11:16 Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira