Grimmasti Volvoinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 14:40 Volvo hefur ákveðið að snúa aftur í FIA World Touring Car Championship (WTCC) keppnisröðina og það með stíl. Volvo mun tefla fram þessum S60 Polestar TC1 keppnisbíl sem lítur út fyrir að vera grimmasti bíll sem Volvo hefur nokkurntíma sent frá sér. Ef til vill eru ekki margir sem muna eftir því að Volvo var á tíma með mikla yfirburði í touring keppnum á níunda áratug síðustu aldar með Volvo 240 Turbo race bílum sínum. Þessi nýi S60 Polestar bíll er 400 hestöfl og er með nýju Drive-E vél Volvo. Volvo gerir ráð fyrir því að þessum bíl verði teflt fram í nokkur ár í WTCC keppnunum og hefur mikla trú á getu hans. Polestar Cyan Racing er keppnislið á vegum Polestar, sem er breytingafyrirtæki Volvo. Liðið var stofnað árið 1996 og hefur unnið margar aksturskeppnirnar síðan. Polestar Cyan Racing mun semsagt keppa á þessum nýja bíl og ætlar að gera atlögu að sigrí í WTCC á næsta keppnistímabili. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent
Volvo hefur ákveðið að snúa aftur í FIA World Touring Car Championship (WTCC) keppnisröðina og það með stíl. Volvo mun tefla fram þessum S60 Polestar TC1 keppnisbíl sem lítur út fyrir að vera grimmasti bíll sem Volvo hefur nokkurntíma sent frá sér. Ef til vill eru ekki margir sem muna eftir því að Volvo var á tíma með mikla yfirburði í touring keppnum á níunda áratug síðustu aldar með Volvo 240 Turbo race bílum sínum. Þessi nýi S60 Polestar bíll er 400 hestöfl og er með nýju Drive-E vél Volvo. Volvo gerir ráð fyrir því að þessum bíl verði teflt fram í nokkur ár í WTCC keppnunum og hefur mikla trú á getu hans. Polestar Cyan Racing er keppnislið á vegum Polestar, sem er breytingafyrirtæki Volvo. Liðið var stofnað árið 1996 og hefur unnið margar aksturskeppnirnar síðan. Polestar Cyan Racing mun semsagt keppa á þessum nýja bíl og ætlar að gera atlögu að sigrí í WTCC á næsta keppnistímabili.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent