Volvo rafvæðir allar bílgerðir Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:06 Brátt verða allar bílgerðir Volvo í boði sem tvinnbílar. Autoblog Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent