Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 14:04 Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14