Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 101-104 | Keflvíkingar stálu stigunum í lokin Bjarmi Skarphéðinsson Icelandic Glacier-höllinni skrifar 16. október 2015 21:45 Magnús Þór Gunnarsson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir/craney Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira