Telur eðlilegt að sameina forsetaembættin Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 12:00 Þorsteinn Pálsson. Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira