Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. október 2015 20:15 Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02
Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25