BMW verkmiðja knúin kúaskít Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 09:46 Kúaskítur verður að rafmagni fyrir verksmiðju BMW í S-Afríku. Wallino Verksmiðja BMW í S-Afríku verður að stórum hluta knúin gasi sem uppruninn er í kúaskít. BMW hefur það markmið að öll starfsemi þeirra sé knúin endurnýjanlegum orkugjöfum og notkun gassins í verksmiðju fyrirtækisins í S-Afríku færir það nær þessu takmarki. Samningur BMW um notkun gassins tekur til næstu 10 ára og úr gasinu verður framleidd 4,4 megavött af rafmagni. Verksmiðja BMW er í nágrenni Pretoria, höfuðborg S-Afríku og framleiðsla rafmagnsins fer fram í 80 kílómetra fjarlægð frá henni. Úrgangur úr um 30.000 nautgripum knýja þetta sérstaka orkuver og auk úrgangsins úr þeim kemur einnig við sögu annar lífrænn úrgangur sem safnað er af svæðinu í nágrenni hennar. BMW segir að nú sé 51% allrar þeirrar orku sem fyrirtækið notar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum og það hutfall muni aukast enn á næstunni, ekki síst með aukinni notkun sólarorku. Í verksmiðjunni í S-Afríku eru framleiddir ríflega 60.000 BMW 3-series bílar á ári sem seldir eru bæði innanlands í S-Afríku og til útflutnings til annarra landa og frá upphafi hafi þessi verksmiðja framleitt eina milljón bíla. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Verksmiðja BMW í S-Afríku verður að stórum hluta knúin gasi sem uppruninn er í kúaskít. BMW hefur það markmið að öll starfsemi þeirra sé knúin endurnýjanlegum orkugjöfum og notkun gassins í verksmiðju fyrirtækisins í S-Afríku færir það nær þessu takmarki. Samningur BMW um notkun gassins tekur til næstu 10 ára og úr gasinu verður framleidd 4,4 megavött af rafmagni. Verksmiðja BMW er í nágrenni Pretoria, höfuðborg S-Afríku og framleiðsla rafmagnsins fer fram í 80 kílómetra fjarlægð frá henni. Úrgangur úr um 30.000 nautgripum knýja þetta sérstaka orkuver og auk úrgangsins úr þeim kemur einnig við sögu annar lífrænn úrgangur sem safnað er af svæðinu í nágrenni hennar. BMW segir að nú sé 51% allrar þeirrar orku sem fyrirtækið notar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum og það hutfall muni aukast enn á næstunni, ekki síst með aukinni notkun sólarorku. Í verksmiðjunni í S-Afríku eru framleiddir ríflega 60.000 BMW 3-series bílar á ári sem seldir eru bæði innanlands í S-Afríku og til útflutnings til annarra landa og frá upphafi hafi þessi verksmiðja framleitt eina milljón bíla.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent