Illugi Gunnarsson hefur ekki viljað svara spurningum um hver greiddi einkhlutafélaginu OG Capital 1,2 milljónir króna. Hann hefur ekki svarað spurningum Vísis um greiðsluna og svör sem fengust við fyrirspurn Íslands í dag í síðustu viku vörpuðu engu ljósi á þessar greiðslur. En um hvað snýst þetta mál? Illugi fór í tímabundið leyfi frá þingstörfum árið 2010 eftir að sérstakur saksóknari hóf að skoða mál Sjóðs 9, verbréfasjóðs á vegum Glitnis fyrir hrun. Á þeim tíma var Illugi óbreyttur þingmaður en tók sér ólaunað leyfi frá störfum á meðan fjallað var um málefni sjóðsins.Fékk vinnu hjá vini Á þessum tíma, nánar tiltekið á árinu 2011, vann hann fyrir jarðvarmafyrirtækið Orku Energy. Frá þeim fékk hann launagreiðslur upp á 5,6 milljónir króna, samkvæmt skattaframtali og launaseðli, sem Illugi hefur ákveðið að birta. Eftir skatta og önnur gjöld fékk hann 2,95 milljónir króna í vasann.Íbúðin sem um ræðir stendur við Ránargötu í Reykjavík.Vísir/ErnirFélagið sem um ræðir var stofnað af lögmannsstofunni Logos þann 8. ágúst árið 2011. 22 dögum síðar, þann 30. ágúst, skipti félagið um eigendur og Haukur Harðarson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tók við félaginu ásamt öðrum. Illugi snéri til baka á þing í 14. september árið 2011, um tveimur vikum eftir að Haukur eignaðist fyrirtækið.Bjargað úr skuldavanda Sjálfur hefur hann greint frá því að hafa verið í fjárhagserfiðleikum í kjölfar hrunsins en íbúð hans og eiginkonu hans, sem stendur við Ránargötu í Reykjavík, var yfirveðsett með lánum frá MP banka. Samkvæmt veðbókarvottorði voru 34 milljóna króna veð á íbúðinni og 21 milljón króna tryggingabréf frá sama banka; samtals 55 milljónir króna. Fjárhagsvandræði Illugi byrjuðu þó fyrr. Árið 2007, ári fyrir hrun, var gert fjárnám í íbúð Illuga og eiginkonu hans vegna skuldar sem hvíldi á íbúðinni. Stundin greindi frá því að fjárnám hafi legið á íbúðinni allt frá 2007 til mars árið 2009 þegar skuldin var greidd upp, meðal annars með láni frá Sparisjóði Vestfirðinga, þaðan sem hann fékk 4,7 milljóna króna lán. Í nóvember sama ár var gert annað fjárnám í íbúðinni, upp á 180 þúsund krónur, að kröfu bifreiðaumboðsins Ingvar Helgason. Fjárnámið var afturkallað, væntanlega eftir að búið var að greiða upp skuldina. Þetta sýnir þó að Illugi var komin í greiðsluvanda fyrir hrunið.Hér sést þróun fasteignaverðs á því svæði sem Illugi býr. Gula línan sýnir verð íbúða af sömu stærð miðað við meðalverð en rauði punkturinn sýnir það verð sem íbúðin var seld félaginu á. Óljóst er hvert hið raunverulega markaðsvirði íbúðarinnar var á þessum tíma.Verðþróun íbúða í miðbænum | Create line chartsSeldi sjálfum sér íbúðina Í yfirlýsingu sem Illugi birti á Facebook segir hann að hrunið hafi leikið sig og eiginkonu sína grátt og að gjaldþrot fyrirtækis sem hann og tengdafaðir sinn heitinn hafi átt hafi gert hann ábyrgan fyrir milljónum króna. „Við stóðum því frammi fyrir því að selja íbúð okkar eða eiga það á hættu að missa hana,“ skrifaði ráðherrann. Illugi ákvað að leita sjálfur að kaupanda að íbúðinni frekar en að auglýsa hana á markaði. Óljóst er hvert raunverulegt verðmæti íbúðarinnar var þegar hún var seld í gegnum OG Capital til Hauks Harðarsonar enda leitaði Illugi ekki á opinn markað heldur treysti á náinn vin til að hjálpa sér. Kaupin fóru þannig fram að Illugi seldi íbúðina til eignarhaldsfélagsins OG Capital, sem þá var í hans eigu. Samkvæmt svörum Illuga sem send voru í gegnum aðstoðarmann hans til Vísis 27. apríl síðastliðinn segir að kaupsamningurinn vegna eignarinnar hafi verið gerður 30. maí árið 2013. Samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá ríkisins var íbúðin hins vegar keypt 23. júní árið 2014. Afhending íbúðarinnar fór fram tæpum sjö mánuðum áður, eða þann 31. desember árið 2013. Daginn áður hafði Illugi og eiginkona hans sagt sig úr stjórn félagsins og Haukur komið inn sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri þess. Í viðskiptum flestra með fasteignir er ferlið þó línulegra en þetta; skrifað er undir kaupsamning, fasteign afhent og svo er gengið frá afsali og það þinglýst. Illugi byrjaði hins vegar á kaupsamningi til sjálfs síns, selur félagið sem á keypti íbúðina, afhendir félaginu íbúðina og gengur síðan frá afsali sem loks er þinglýst.Var ráðherra þegar salan átti sér stað Illugi snéri aftur á þing eftir tímabundið launalaust leyfi í september árið 2011 og var því aftur orðinn þingmaður þegar 1,2 milljóna króna greiðsla barst inn í félagið OG capital, sem þá var enn í hans eigu. Þetta er upphæðin sem Illugi hefur ekki viljað svara til hvaðan kom þrátt fyrir ítrekaðar spurningar. Ekki nóg með að vera orðinn þingmaður var Illugi orðinn ráðherra þegar viðskipti hans með íbúðina við Ránargötu áttu sér stað. Illugi tók við embætti í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 23. mars árið 2013 en samkvæmt Illuga sjálfum var kaupsmaningur vegna íbúðarinnar gerður viku síðar. Öll fléttan í kringum eignina, þar með talið sölu OG Capital til Hauks, átti sér því stað eftir að hann er orðinn ráðherra. Gagnrýnin sem Illugi hefur setið undir frá því að þetta var upplýst snýst hins vegar um ferð sem hann fór sem mennta- og menningarmálaráðherra til Kína í mars árið 2014. Með í för voru fulltrúar frá Orku Energy, meðal annars títtnefndur Haukur. Í ferðinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking og sat Illugi líka fund með fulltrúum Orku Energy og samstarfsaðila þess í Kína. Málefni jarðhitaverkefna heyra hins vegar ekki undir ráðuneyti Illuga.Þagði um tengslin í 20 daga Stuttu eftir að ferðin var farin hófst fjölmiðlaumfjöllun um tengsl Illuga við Orku Energy en þess var getið í hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis að hann hefði unnið fyrir fyrirtækið árið 2011. Meðal þess sem spurt var að var hvort hann hefði einhver fjárhagsleg tengsl við fyrirtækið eða tengda aðila. Því svaraði hann í Fréttablaðinu þann 9. apríl að hann hefði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi félagsins og að tenging hans við það væri frá því að hann var í launalausu leyfi frá þingstörfum árið 2011. 6. apríl hafði Stundin þó byrjað að spyrja ráðherrann út í viðskipti félagsins OG Capital. Tuttugu dögum síðar, eða þann 26. apríl, hafði svo aðstoðarmaður hans samband við fréttastofu RÚV og bað um að Illugi yrði tekinn í viðtal.Illugi óskaði eftir að komast í viðtal við RÚV þar sem hann greindi frá því að hafa selt íbúðina.Vísir/GVAÞrúgandi þögnErfiðlega gekk að fá svör frá Illuga um málið og, eins og Stundin greindi frá, reyndu fimm fjölmiðlar að fá viðtal við ráðherrann um málið eftir að greint hafði verið frá viðskiptum með íbúðina hans. RÚV sendi formlegar fyrirspurnir þrjá daga í röð, Vísir sendi fimm fyrirspurnir um málið og ráðherrann átti einnig útistandandi spurningar frá Kastljósi og DV vegna málsins. Eftir að Stundin fjallaði um þessa þögn ráðherrans brást hann jákvætt við viðtalsbeiðni Fréttablaðsins og mætti hann í hlaðvarpsþáttinn Föstudagsviðtalið sem birtur var 9. október síðastliðinn. Þar sagð hann það hafa verið mistök að upplýsa ekki allt strax og málið kom upp. Þrátt fyrir það er enn nokkrum lykilspurningum enn ósvarað. Eftir viðtalið greindi Stundin svo frá því, og vitnaði í heimildir, að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá Orku Energy árið 2011. Eftir að hafa sagt í viðtalinu við Fréttablaðið að hann ætlaði ekki að opna bókhald sinn umfram það sem aðrir þingmenn þyrftu að gera, ákvað hann engu að síður að bregðast við þeirr frétt með því að afhenda fréttamanni Stöðvar 2 afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy, dagsettan 1. febrúar 2012. Á launaseðlinum sem birtur var á Vísi kemur fram að þrjár milljónir hefðu verið fyrirframgreiddar. Daginn eftir sagði Illugi hins vegar í samtali við RÚV að ekki hafi verði um fyrirframgreiðslu að ræða heldur hafi launin borist honum í desember árið 2011. Formlega hafi verið gengið frá greiðslunni í byrjun árs 2012 og þess vegna hafi launagreiðslan verið skráð sem fyrirframgreidd. Það sem eftir stendur Málið hefur blásið út á síðustu vikum og mánuðum, eða frá því að greint var frá viðskiptum Illuga, OG Capital og Hauks með íbúð þess fyrst nefnda og erfitt er að festa hönd á þau atriði sem skipta meginmáli í málinu. En hvaða atriði eru það? Það sem fyrir liggur er að Haukur, stjórnarformaður Orku Energy, bjargaði Illuga úr skuldavanda árið 2013 með því að kaupa eignarhaldsfélag hans sem hélt utan um yfirveðsetta íbúð ráðherrans og eiginkonu hans. Íbúðina leigja þau svo af honum fyrir markaðsvirði. Sami Haukur stjórnar jarðvarmafyrirtæki sem nýtur góðs af tengslum sínum við íslensk stjórnvöld í Kína, þar sem getur verið mikilvægt fyrir erlend fyrirtæki að sýna kínverskum fyrirtækjum og stjórnvöldum að þau njóti stuðnings stjórnvalda í eigin landi. Þá er einni grundvallarspurningu enn ósvarað: Hver greiddi félagi Illuga 1,2 milljónir árið 2012? Alþingi Fréttaskýringar Illugi og Orka Energy Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Illugi Gunnarsson hefur ekki viljað svara spurningum um hver greiddi einkhlutafélaginu OG Capital 1,2 milljónir króna. Hann hefur ekki svarað spurningum Vísis um greiðsluna og svör sem fengust við fyrirspurn Íslands í dag í síðustu viku vörpuðu engu ljósi á þessar greiðslur. En um hvað snýst þetta mál? Illugi fór í tímabundið leyfi frá þingstörfum árið 2010 eftir að sérstakur saksóknari hóf að skoða mál Sjóðs 9, verbréfasjóðs á vegum Glitnis fyrir hrun. Á þeim tíma var Illugi óbreyttur þingmaður en tók sér ólaunað leyfi frá störfum á meðan fjallað var um málefni sjóðsins.Fékk vinnu hjá vini Á þessum tíma, nánar tiltekið á árinu 2011, vann hann fyrir jarðvarmafyrirtækið Orku Energy. Frá þeim fékk hann launagreiðslur upp á 5,6 milljónir króna, samkvæmt skattaframtali og launaseðli, sem Illugi hefur ákveðið að birta. Eftir skatta og önnur gjöld fékk hann 2,95 milljónir króna í vasann.Íbúðin sem um ræðir stendur við Ránargötu í Reykjavík.Vísir/ErnirFélagið sem um ræðir var stofnað af lögmannsstofunni Logos þann 8. ágúst árið 2011. 22 dögum síðar, þann 30. ágúst, skipti félagið um eigendur og Haukur Harðarson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tók við félaginu ásamt öðrum. Illugi snéri til baka á þing í 14. september árið 2011, um tveimur vikum eftir að Haukur eignaðist fyrirtækið.Bjargað úr skuldavanda Sjálfur hefur hann greint frá því að hafa verið í fjárhagserfiðleikum í kjölfar hrunsins en íbúð hans og eiginkonu hans, sem stendur við Ránargötu í Reykjavík, var yfirveðsett með lánum frá MP banka. Samkvæmt veðbókarvottorði voru 34 milljóna króna veð á íbúðinni og 21 milljón króna tryggingabréf frá sama banka; samtals 55 milljónir króna. Fjárhagsvandræði Illugi byrjuðu þó fyrr. Árið 2007, ári fyrir hrun, var gert fjárnám í íbúð Illuga og eiginkonu hans vegna skuldar sem hvíldi á íbúðinni. Stundin greindi frá því að fjárnám hafi legið á íbúðinni allt frá 2007 til mars árið 2009 þegar skuldin var greidd upp, meðal annars með láni frá Sparisjóði Vestfirðinga, þaðan sem hann fékk 4,7 milljóna króna lán. Í nóvember sama ár var gert annað fjárnám í íbúðinni, upp á 180 þúsund krónur, að kröfu bifreiðaumboðsins Ingvar Helgason. Fjárnámið var afturkallað, væntanlega eftir að búið var að greiða upp skuldina. Þetta sýnir þó að Illugi var komin í greiðsluvanda fyrir hrunið.Hér sést þróun fasteignaverðs á því svæði sem Illugi býr. Gula línan sýnir verð íbúða af sömu stærð miðað við meðalverð en rauði punkturinn sýnir það verð sem íbúðin var seld félaginu á. Óljóst er hvert hið raunverulega markaðsvirði íbúðarinnar var á þessum tíma.Verðþróun íbúða í miðbænum | Create line chartsSeldi sjálfum sér íbúðina Í yfirlýsingu sem Illugi birti á Facebook segir hann að hrunið hafi leikið sig og eiginkonu sína grátt og að gjaldþrot fyrirtækis sem hann og tengdafaðir sinn heitinn hafi átt hafi gert hann ábyrgan fyrir milljónum króna. „Við stóðum því frammi fyrir því að selja íbúð okkar eða eiga það á hættu að missa hana,“ skrifaði ráðherrann. Illugi ákvað að leita sjálfur að kaupanda að íbúðinni frekar en að auglýsa hana á markaði. Óljóst er hvert raunverulegt verðmæti íbúðarinnar var þegar hún var seld í gegnum OG Capital til Hauks Harðarsonar enda leitaði Illugi ekki á opinn markað heldur treysti á náinn vin til að hjálpa sér. Kaupin fóru þannig fram að Illugi seldi íbúðina til eignarhaldsfélagsins OG Capital, sem þá var í hans eigu. Samkvæmt svörum Illuga sem send voru í gegnum aðstoðarmann hans til Vísis 27. apríl síðastliðinn segir að kaupsamningurinn vegna eignarinnar hafi verið gerður 30. maí árið 2013. Samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá ríkisins var íbúðin hins vegar keypt 23. júní árið 2014. Afhending íbúðarinnar fór fram tæpum sjö mánuðum áður, eða þann 31. desember árið 2013. Daginn áður hafði Illugi og eiginkona hans sagt sig úr stjórn félagsins og Haukur komið inn sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri þess. Í viðskiptum flestra með fasteignir er ferlið þó línulegra en þetta; skrifað er undir kaupsamning, fasteign afhent og svo er gengið frá afsali og það þinglýst. Illugi byrjaði hins vegar á kaupsamningi til sjálfs síns, selur félagið sem á keypti íbúðina, afhendir félaginu íbúðina og gengur síðan frá afsali sem loks er þinglýst.Var ráðherra þegar salan átti sér stað Illugi snéri aftur á þing eftir tímabundið launalaust leyfi í september árið 2011 og var því aftur orðinn þingmaður þegar 1,2 milljóna króna greiðsla barst inn í félagið OG capital, sem þá var enn í hans eigu. Þetta er upphæðin sem Illugi hefur ekki viljað svara til hvaðan kom þrátt fyrir ítrekaðar spurningar. Ekki nóg með að vera orðinn þingmaður var Illugi orðinn ráðherra þegar viðskipti hans með íbúðina við Ránargötu áttu sér stað. Illugi tók við embætti í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þann 23. mars árið 2013 en samkvæmt Illuga sjálfum var kaupsmaningur vegna íbúðarinnar gerður viku síðar. Öll fléttan í kringum eignina, þar með talið sölu OG Capital til Hauks, átti sér því stað eftir að hann er orðinn ráðherra. Gagnrýnin sem Illugi hefur setið undir frá því að þetta var upplýst snýst hins vegar um ferð sem hann fór sem mennta- og menningarmálaráðherra til Kína í mars árið 2014. Með í för voru fulltrúar frá Orku Energy, meðal annars títtnefndur Haukur. Í ferðinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking og sat Illugi líka fund með fulltrúum Orku Energy og samstarfsaðila þess í Kína. Málefni jarðhitaverkefna heyra hins vegar ekki undir ráðuneyti Illuga.Þagði um tengslin í 20 daga Stuttu eftir að ferðin var farin hófst fjölmiðlaumfjöllun um tengsl Illuga við Orku Energy en þess var getið í hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis að hann hefði unnið fyrir fyrirtækið árið 2011. Meðal þess sem spurt var að var hvort hann hefði einhver fjárhagsleg tengsl við fyrirtækið eða tengda aðila. Því svaraði hann í Fréttablaðinu þann 9. apríl að hann hefði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi félagsins og að tenging hans við það væri frá því að hann var í launalausu leyfi frá þingstörfum árið 2011. 6. apríl hafði Stundin þó byrjað að spyrja ráðherrann út í viðskipti félagsins OG Capital. Tuttugu dögum síðar, eða þann 26. apríl, hafði svo aðstoðarmaður hans samband við fréttastofu RÚV og bað um að Illugi yrði tekinn í viðtal.Illugi óskaði eftir að komast í viðtal við RÚV þar sem hann greindi frá því að hafa selt íbúðina.Vísir/GVAÞrúgandi þögnErfiðlega gekk að fá svör frá Illuga um málið og, eins og Stundin greindi frá, reyndu fimm fjölmiðlar að fá viðtal við ráðherrann um málið eftir að greint hafði verið frá viðskiptum með íbúðina hans. RÚV sendi formlegar fyrirspurnir þrjá daga í röð, Vísir sendi fimm fyrirspurnir um málið og ráðherrann átti einnig útistandandi spurningar frá Kastljósi og DV vegna málsins. Eftir að Stundin fjallaði um þessa þögn ráðherrans brást hann jákvætt við viðtalsbeiðni Fréttablaðsins og mætti hann í hlaðvarpsþáttinn Föstudagsviðtalið sem birtur var 9. október síðastliðinn. Þar sagð hann það hafa verið mistök að upplýsa ekki allt strax og málið kom upp. Þrátt fyrir það er enn nokkrum lykilspurningum enn ósvarað. Eftir viðtalið greindi Stundin svo frá því, og vitnaði í heimildir, að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá Orku Energy árið 2011. Eftir að hafa sagt í viðtalinu við Fréttablaðið að hann ætlaði ekki að opna bókhald sinn umfram það sem aðrir þingmenn þyrftu að gera, ákvað hann engu að síður að bregðast við þeirr frétt með því að afhenda fréttamanni Stöðvar 2 afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy, dagsettan 1. febrúar 2012. Á launaseðlinum sem birtur var á Vísi kemur fram að þrjár milljónir hefðu verið fyrirframgreiddar. Daginn eftir sagði Illugi hins vegar í samtali við RÚV að ekki hafi verði um fyrirframgreiðslu að ræða heldur hafi launin borist honum í desember árið 2011. Formlega hafi verið gengið frá greiðslunni í byrjun árs 2012 og þess vegna hafi launagreiðslan verið skráð sem fyrirframgreidd. Það sem eftir stendur Málið hefur blásið út á síðustu vikum og mánuðum, eða frá því að greint var frá viðskiptum Illuga, OG Capital og Hauks með íbúð þess fyrst nefnda og erfitt er að festa hönd á þau atriði sem skipta meginmáli í málinu. En hvaða atriði eru það? Það sem fyrir liggur er að Haukur, stjórnarformaður Orku Energy, bjargaði Illuga úr skuldavanda árið 2013 með því að kaupa eignarhaldsfélag hans sem hélt utan um yfirveðsetta íbúð ráðherrans og eiginkonu hans. Íbúðina leigja þau svo af honum fyrir markaðsvirði. Sami Haukur stjórnar jarðvarmafyrirtæki sem nýtur góðs af tengslum sínum við íslensk stjórnvöld í Kína, þar sem getur verið mikilvægt fyrir erlend fyrirtæki að sýna kínverskum fyrirtækjum og stjórnvöldum að þau njóti stuðnings stjórnvalda í eigin landi. Þá er einni grundvallarspurningu enn ósvarað: Hver greiddi félagi Illuga 1,2 milljónir árið 2012?
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent