Volkswagen tekið af umhverfislista Dow Jones Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 09:45 Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um 41%. Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent
Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent