Bíll ársins er Volvo XC90 Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 19:00 Volvo XC90. Bandalag íslenskra bílablaðamanna lýsti kjöri á bíl ársins í dag og var það Volvo XC90 jeppinn sem kjörinn var þetta árið. Í öðru sæti varð Volkswagen Golf GTE og í þriðja sæti Audi Q7 jeppinn. Við val á bíl ársins í ár voru 30 bílar gjaldgengir, sem er ekki ósvipuð tala og á síðustu árum en aðeins eru gjaldgengir nýjar bílgerðir eða nýjar kynslóðir eldri bílgerða.Flokkum fjölgað vegna grænna bíla og jepplingaDómnefndin ákvað vegna samsetningar bílanna þetta árið að skipta þeim uppí 5 flokka, minni fólksbíla, stærri fólksbíla, jepplinga, jeppa og umhverfisvæna bíla. Bæði fer jepplingum og grænum bílum svo ört fjölgandi að þeir voru nú í sér flokki og ekki kæmi á óvart að þessi flokkun muni haldast á næstu árum. Fimm dómnefndarmanna prófuðu alla bílana sem til greina komu og völdu þá 3 bíla sem til úrslita komust í hverjum flokki, alls 15 bíla. Lokaprófanir fóru fram á þessum bílum með fullskipaðri dómnefnd snemma í síðasta mánuði og var það gert á stórbættri Kvartmílubrautinni. Öllum bílunum var í kjölfar prófananna gefin einkunn hvað 12 mismunandi þætti þeirra varðar og heildarniðurstaða í hverjum flokki þannig fengin út, svo og hvaða bíll fékk hæstu einkunn og því réttkjörinn Bíll ársins í ár.Citroën C4 Cactus, VW Passat og Mazda CX-3 flokkasigurvegararÍ flokki minni fólksbíla varð Citroën C4 Cactus efstur, Mazda2 rétt þar á eftir í öðru sæti og Skoda Fabia í þriðja sæti. Í flokki stærri fólksbíla varð Volkswagen Passat hlutskarpastur, Skoda Superb í öðru sæti og Ford Mondeo í því þriðja. Þess má geta að Volkswagen Passat varð í fjórða sæti í heildinni. Í flokki jepplinga trónaði Mazda CX-3 hæst, Renault Kadjar varð í öðru sæti og Nissan X-Trail í því þriðja.Volkswagen Golf GTE sigurvegari í flokki umhverfisvænna bílaÍ flokki jeppa varð Volvo XC90 efstur á blaði, sem og hæstur allra bíla að stigum. Í öðru sæti var Audi Q7, sem og í þriðja sæti í heildina, en í þriðja sæti í flokknum var svo Land Rover Discovery Sport. Í flokki umhverfisvænna bíla endaði efstur á blaði Volkswagen Golf GTE tvinnbíllinn og varð hann einnig annar í heildina. Í öðru sæti í flokknum varð Tesla Model S og í þriðja sæti Volkswagen e-Golf, sem líkt og Teslan er hreinræktaður rafmagnsbíll. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent
Bandalag íslenskra bílablaðamanna lýsti kjöri á bíl ársins í dag og var það Volvo XC90 jeppinn sem kjörinn var þetta árið. Í öðru sæti varð Volkswagen Golf GTE og í þriðja sæti Audi Q7 jeppinn. Við val á bíl ársins í ár voru 30 bílar gjaldgengir, sem er ekki ósvipuð tala og á síðustu árum en aðeins eru gjaldgengir nýjar bílgerðir eða nýjar kynslóðir eldri bílgerða.Flokkum fjölgað vegna grænna bíla og jepplingaDómnefndin ákvað vegna samsetningar bílanna þetta árið að skipta þeim uppí 5 flokka, minni fólksbíla, stærri fólksbíla, jepplinga, jeppa og umhverfisvæna bíla. Bæði fer jepplingum og grænum bílum svo ört fjölgandi að þeir voru nú í sér flokki og ekki kæmi á óvart að þessi flokkun muni haldast á næstu árum. Fimm dómnefndarmanna prófuðu alla bílana sem til greina komu og völdu þá 3 bíla sem til úrslita komust í hverjum flokki, alls 15 bíla. Lokaprófanir fóru fram á þessum bílum með fullskipaðri dómnefnd snemma í síðasta mánuði og var það gert á stórbættri Kvartmílubrautinni. Öllum bílunum var í kjölfar prófananna gefin einkunn hvað 12 mismunandi þætti þeirra varðar og heildarniðurstaða í hverjum flokki þannig fengin út, svo og hvaða bíll fékk hæstu einkunn og því réttkjörinn Bíll ársins í ár.Citroën C4 Cactus, VW Passat og Mazda CX-3 flokkasigurvegararÍ flokki minni fólksbíla varð Citroën C4 Cactus efstur, Mazda2 rétt þar á eftir í öðru sæti og Skoda Fabia í þriðja sæti. Í flokki stærri fólksbíla varð Volkswagen Passat hlutskarpastur, Skoda Superb í öðru sæti og Ford Mondeo í því þriðja. Þess má geta að Volkswagen Passat varð í fjórða sæti í heildinni. Í flokki jepplinga trónaði Mazda CX-3 hæst, Renault Kadjar varð í öðru sæti og Nissan X-Trail í því þriðja.Volkswagen Golf GTE sigurvegari í flokki umhverfisvænna bílaÍ flokki jeppa varð Volvo XC90 efstur á blaði, sem og hæstur allra bíla að stigum. Í öðru sæti var Audi Q7, sem og í þriðja sæti í heildina, en í þriðja sæti í flokknum var svo Land Rover Discovery Sport. Í flokki umhverfisvænna bíla endaði efstur á blaði Volkswagen Golf GTE tvinnbíllinn og varð hann einnig annar í heildina. Í öðru sæti í flokknum varð Tesla Model S og í þriðja sæti Volkswagen e-Golf, sem líkt og Teslan er hreinræktaður rafmagnsbíll.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent