Starfsfólk Volkswagen finnur fyrir samdrætti Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 15:48 Í einni af verksmiðjum Volkswagen. Það eru næstum helmingi fleiri sem vinna fyrir risafyrirtækið Volkswagen en búa hérlendis, eða 600.000 manns. Það eiga því margir mikið undir að fyrirtækið þurfi ekki að segja upp fólki, minnka vinnu eða lækka laun. Eðlilega eru viðbrögð Volkswagen á þá lund að fara nú varlega er kemur að fjárútlátum og fyrir því er starfsfólk Volkswagen strax farið að finna. Í einni stærstu vélaverksmiðju Volkswagen í Salzgitter í Þýskalandi, þar sem framleiddar eru 1,58 milljónir véla á ári, hefur einni vinnuvakt á viku verið felld niður og það mun líklega gerast víðar. Þá hefur Volkswagen sett á ráðningarbann í þeirri deild fyrirtækisins sem sér um bílalán. Lausráðnu fólki hefur verið sagt að það megi ekki vænta framtíðarráðningar. Hætt er við því að Volkswagen muni einnig spara sér mikið í auglýsingum á næstunni, enda væri það ef til vill ekki árangursríkt að auglýsa mikið nú rétt eftir uppgötvun svindlsins. Sama mun væntanlega eiga við kostunarmál, bónusa og arðgreiðslur á næstunni. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent
Það eru næstum helmingi fleiri sem vinna fyrir risafyrirtækið Volkswagen en búa hérlendis, eða 600.000 manns. Það eiga því margir mikið undir að fyrirtækið þurfi ekki að segja upp fólki, minnka vinnu eða lækka laun. Eðlilega eru viðbrögð Volkswagen á þá lund að fara nú varlega er kemur að fjárútlátum og fyrir því er starfsfólk Volkswagen strax farið að finna. Í einni stærstu vélaverksmiðju Volkswagen í Salzgitter í Þýskalandi, þar sem framleiddar eru 1,58 milljónir véla á ári, hefur einni vinnuvakt á viku verið felld niður og það mun líklega gerast víðar. Þá hefur Volkswagen sett á ráðningarbann í þeirri deild fyrirtækisins sem sér um bílalán. Lausráðnu fólki hefur verið sagt að það megi ekki vænta framtíðarráðningar. Hætt er við því að Volkswagen muni einnig spara sér mikið í auglýsingum á næstunni, enda væri það ef til vill ekki árangursríkt að auglýsa mikið nú rétt eftir uppgötvun svindlsins. Sama mun væntanlega eiga við kostunarmál, bónusa og arðgreiðslur á næstunni.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent