Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Hættustigi lýst yfir 1. október 2015 16:41 Á myndinni má sjá bíl fréttastofu Stöðvar 2 úti í Skaftá. Rennslisaukning við Sveinstind er sú örasta frá því að stöðinni var komið á fót árið 1971. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn. Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn.
Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira