Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2015 21:15 Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson Hlaup í Skaftá Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson
Hlaup í Skaftá Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira