„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 13:07 Skaftárhlaup er á hraðri leið að verða það stærsta sem sögur fara af. Rennsli Skaftár við Eldvatn er nú rúmlega 2.000 rúmmetrar á sekúndu og hafa vegir víða farið í sundur. Þá er að minnsta kosti tveimur brúm í Skaftárdal ógnað og óttast er að hlaupið hrifsi með sér brúna yfir Eldvatn hjá Ásum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. „Þetta er í stuttu máli sagt magnað sjónarspil. Menn hér í sveit hafa aldrei séð Skaftá í slíkum ham og þetta er langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað hér. Hér eru vegir farnir í sundur, það flæðir í tún en það sem verst er að hún er farin að ógna brúm. Það eru tvær brýr inni í Skaftárdal sem eru orðnar umflotnar, en kannski mestu áhyggjurnar eru gagnvart brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum,“ segir Kristján Már. Hann segir rennsli enn vera að aukast og búist sé við að varnargarðar geti farið. „Svo er ein spurningin með hrinveginn, því þetta er farið að nálgast hringveginn í Eldhrauni. Líka það sem er dálítið magnað er að við vorum hjá Kirkjubæjarklaustri, þar er mikil aukning líka, en yfirleitt hefur bara 10 til 20 prósent af vatninu farið þangað niður.“Rætt var við Kristján Má í hádegisfréttum Bylgjunnar, og hlýða má á frásögn hans í spilaranum hér fyrir neðan. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður tók þessar myndir. Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Vöxtur Skaftárhlaupsins óvenjulega hraður Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og búast vísindamenn við að flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi. 1. október 2015 11:54 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Skaftárhlaup er á hraðri leið að verða það stærsta sem sögur fara af. Rennsli Skaftár við Eldvatn er nú rúmlega 2.000 rúmmetrar á sekúndu og hafa vegir víða farið í sundur. Þá er að minnsta kosti tveimur brúm í Skaftárdal ógnað og óttast er að hlaupið hrifsi með sér brúna yfir Eldvatn hjá Ásum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. „Þetta er í stuttu máli sagt magnað sjónarspil. Menn hér í sveit hafa aldrei séð Skaftá í slíkum ham og þetta er langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað hér. Hér eru vegir farnir í sundur, það flæðir í tún en það sem verst er að hún er farin að ógna brúm. Það eru tvær brýr inni í Skaftárdal sem eru orðnar umflotnar, en kannski mestu áhyggjurnar eru gagnvart brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum,“ segir Kristján Már. Hann segir rennsli enn vera að aukast og búist sé við að varnargarðar geti farið. „Svo er ein spurningin með hrinveginn, því þetta er farið að nálgast hringveginn í Eldhrauni. Líka það sem er dálítið magnað er að við vorum hjá Kirkjubæjarklaustri, þar er mikil aukning líka, en yfirleitt hefur bara 10 til 20 prósent af vatninu farið þangað niður.“Rætt var við Kristján Má í hádegisfréttum Bylgjunnar, og hlýða má á frásögn hans í spilaranum hér fyrir neðan. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður tók þessar myndir.
Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Vöxtur Skaftárhlaupsins óvenjulega hraður Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og búast vísindamenn við að flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi. 1. október 2015 11:54 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51
Vöxtur Skaftárhlaupsins óvenjulega hraður Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og búast vísindamenn við að flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi. 1. október 2015 11:54