Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 17:49 Hanna Birna og Gísli Freyr sem segir: Sárt er að sjá og upplifa að nú ætli vinir og sumir flokksfélagar Hönnu Birnu að nýta sér tækifærið og veita henni náðarhöggið. Til þess rífa þessi einstaklingar upp gömul sár. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, skrifar athyglisverða hugleiðingu á Facebook-vegg sinn. Gísli Freyr stillir pistil sinn þannig að hann er ekki aðgengilegur öllum en Vísir hefur afrit undir höndum. Gísli Freyr hlaut átta mánaða dóm skilorðsbundinn fyrir að leka minnisblaði úr ráðuneytinu sem varðaði hælisleitandann Tony Omos. Í gær tilkynnti Hanna Birna að hún myndi ekki sækjast eftir varaformennsku í flokknum en Landsfundur verður haldinn 23. til 25. þessa mánaðar.Sjá hér. Hanna Birna hafði áður gefið það út að hún myndi sækjast eftir því að sitja áfram sem varaformaður, en þeir sem Vísir hefur rætt við innan Sjálfstæðisflokksins benda á að þar hafi hún sett inn fyrirvarann, „að öllu óbreyttu. Enn liggur ekkert fyrir um að eitthvað hafi breyst, nema ef vera kynni ályktun Sjálfstæðisfélagsins á Seltjarnarnesi og Sjálfstæðisfélagsins í Langholtshverfi, en þessi félög skoruðu á Ólöfu Nordal að gefa kost á sér til varaformennsku. en samkvæmt heimildum Vísis er sáralítill stuðningur við Hönnu Birnu innan flokksins. Hanna Birna segir í bréfi til flokksmanna að ástæðan sé hið „svokallaða lekamál“, en það var vegna þess máls sem Hanna Birna sagði sig frá ráðherradómi. Gísli Freyr velkist hvergi í vafa um að sú sé ástæðan og það sem verra er, hann telur sig bera ábyrgð á ógæfu Hönnu Birnu og grætur það að hún fái ekki uppreist æru. Pistill hans hefst svo:Enn og aftur þarf Hanna Birna að líða fyrir Lekamálið „Síðustu dagar hafa reynst mér þyngri en ég hefði ímyndað mér. Enn og aftur virðist sama mál skjóta upp kollinum og stundum er eins og þetta mál ætli engan endi að taka. Það að sjá og upplifa að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mistaka sem ég gerði sem hennar aðstoðarmaður er óbærilegt. Samhliða því sem ég opinberaði og viðurkenndi mín mistök þá greindi ég frá því að Hanna Birna hefði aldrei haft vitneskju um það sem nú þekkist sem lekamálið.“ Gísli Freyr rekur þá hið góða og nána samstarf þeirra, og það að Hanna Birna hafi valið að treysta sér sem leyndi hana upplýsingum: „Það voru, því miður, líklega hennar stærstu mistök í málinu. Satt best að segja þá líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um og harmi þessa atburðarrás, sem að lokum leiddi til þess að ég hef nú tekið út minn dóm (þó sumum finnist það ekki nóg). Það hefur verið sárt og erfitt, bæði fyrir mig og mína nánustu.“Vopn sem aldrei hafa verið notuð innan flokksins rifin upp Þá víkur Gísli Freyr sögunni að Sjálfstæðismönnum: „Það sem er þó ekki síður sárara er að sjá og upplifa að nú ætli vinir og sumir flokksfélagar Hönnu Birnu að nýta sér tækifærið og veita henni náðarhöggið. Til þess rífa þessi einstaklingar upp gömul sár, jafnvel þó þeir viti að Hanna Birna hafði enga vitneskju um lekann eða hvaðan hann kom.“ Gísli Freyr segir síðar að svo virðist sem „litlir hópar innan flokksins sjá sér leik á borði og upphefja sjálfa sig með því að sparka í sitjandi varaformann. Sem fyrr segir kjósa þeir að rífa upp vopn sem hingað til hafa ekki verið notuð innan flokksins.“Aðeins rúm fyrir eina sterka konu í Sjálfstæðisflokknum Og áfram heldur Gísli Freyr: „Stundum læðist að manni sá grunur að innan Sjálfstæðisflokksins sé einungis rými fyrir eina sterka konu í einu. Ef þessir sömu einstaklingar hefðu eitthvað nef fyrir pólitík hefðu þeir áttað sig á því að það er rúm fyrir ekki bara eina, ekki bara tvær – heldur margar konur innan flokksins. Sem fyrr segir er Ólöf ekki síður hæf til að gegna embætti varaformanns flokksins og hún hefði ekki þurft upphafningu athyglissjúkra einstaklinga til þess að láta að sér kveða. Þvert á móti.“Pistillinn í heild sinniPistill Gísla Freys hlýtur að teljast athyglisverður fyrir alla áhugamenn um íslensk stjórnmál og er hann hér í heild sinni.„Nokkur orð um fréttir gærkvöldsins.Síðustu dagar hafa reynst mér þyngri en ég hefði ímyndað mér. Enn og aftur virðist sama mál skjóta upp kollinum og stundum er eins og þetta mál ætli engan endi að taka.Það að sjá og upplifa að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mistaka sem ég gerði sem hennar aðstoðarmaður er óbærilegt. Samhliða því sem ég opinberaði og viðurkenndi mín mistök þá greindi ég frá því að Hanna Birna hefði aldrei haft vitneskju um það sem nú þekkist sem lekamálið.Eftir náið og gott samstarf valdi hún að treysta mér og trúa þegar ég leyndi hana upplýsingum. Það voru, því miður, líklega hennar stærstu mistök í málinu. Satt best að segja þá líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um og harmi þessa atburðarrás, sem að lokum leiddi til þess að ég hef nú tekið út minn dóm (þó sumum finnist það ekki nóg). Það hefur verið sárt og erfitt, bæði fyrir mig og mína nánustu.Það sem er þó ekki síður sárara er að sjá og upplifa að nú ætli vinir og sumir flokksfélagar Hönnu Birnu að nýta sér tækifærið og veita henni náðarhöggið. Til þess rífa þessi einstaklingar upp gömul sár, jafnvel þó þeir viti að Hanna Birna hafði enga vitneskju um lekann eða hvaðan hann kom.Það er í sjálfu sér ekkert rangt við það að það fari fram lýðræðisleg kosning um forystu stjórnmálaflokka á landsfundum þeirra. Það er bara eðlilegur gangur stjórnmála – og allflestir hafa þann pólitíska þroska sem til þarf til að ganga samhentir út af slíkum fundum hver sem niðurstaðan er. Það má jafnvel vel vera að Ólöf Nordal hefði sigrað Hönnu Birnu í slíkum kosningum síðar í þessum mánuði – en báðar eru þær fullfærar til þess að sinna því embætti. Báðar hafa þær líka þann þroska sem til þarf til að taka niðurstöðu heiðarlegra kosninga með reisn.Bjarni Benediktsson hefur, ekki einu sinni heldur þrisvar, sigrað formannskjör í Sjálfstæðisflokknum eftir að mótframboð og alltaf hefur hann nálgast þá sem studdu hinn aðilann af mikilli virðingu og vinsemd - vitandi að flokkurinn, hugsjónirnar og starfið væri öflugra þegar menn standa sáttir og sameinaðir. Það er merki um mikinn pólitískan þroska.Það vita allir að á landsfundum er tekist á um bæði menn og málefni, stundum mjög harkalega (þetta á við um alla flokka). Fyrir okkur frjálshyggjumenn reynast ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokkinn oft afturhaldssamar og forræðishyggnar – og því er eins farið með íhaldssamari einstaklinga sem vilja halda í einhver ímynduð gildi og telja landsmenn hafi bara gott af svo og svo miklu frelsi í einu. Oftast hafa menn þó gengið sáttir við náungann út af landsfundi þó málefnaleg umræða um hugsjónir haldi áfram á öðrum vettvangi.Þessu er eins farið með kjör á forystu flokka (og þetta á líka við um alla flokka, fyrr og nú). Menn styðja Pétur en ekki Pál og öfugt, en flestir hafa þroska til að sætta sig við niðurstöðuna og sameinast um markmiðið sem fyrir liggja – í tilviki Sjálfstæðisflokksins að auka frelsi, lækka skatta, minnka ríkisafskipti o.s.frv.Nú ber hins vegar svo við að litlir hópar innan flokksins sjá sér leik á borði og upphefja sjálfa sig með því að sparka í sitjandi varaformann. Sem fyrr segir kjósa þeir að rífa upp vopn sem hingað til hafa ekki verið notuð innan flokksins.Stundum læðist að manni sá grunur að innan Sjálfstæðisflokksins sé einungis rými fyrir eina sterka konu í einu. Ef þessir sömu einstaklingar hefðu eitthvað nef fyrir pólitík hefðu þeir áttað sig á því að það er rúm fyrir ekki bara eina, ekki bara tvær – heldur margar konur innan flokksins. Sem fyrr segir er Ólöf ekki síður hæf til að gegna embætti varaformanns flokksins og hún hefði ekki þurft upphafningu athyglissjúkra einstaklinga til þess að láta að sér kveða. Þvert á móti.Ég vann það náið og lengi með Hönnu Birnu og ég veit og þekki, líkt og annað sjálfstæðisfólk, af eigin raun hve heiðarlegur og góður stjórnmálamaður hún er. Missirinn af henni úr forystu flokksins er mikill. Það versta er að hún hverfur frá vegna mála sem ég ber ábyrgð á. Sökin er mín – ekki hennar.Á hverjum degi hugsa ég um það hvað ég hefði getað gert öðruvísi og betur. Ég vildi óska þess að maður hefði í fyrsta lagi ekki sent ákveðið skjal í fljótfærni og ég vildi óska þess að maður hefði í það minnsta getað viðurkennt það strax – þannig að ekki hafði orðið sú atburðarrás sem síðar var. Með því þarf ég að lifa, bera skömmina og fjárhagslega baggann sem því fylgir.“ Lekamálið Tengdar fréttir Unnur Brá íhugar framboð Segir að það muni ekki ráða úrslitum um ákvörðun um framboð hverjir aðrir gefi mögulega kost á sér í embættið. 2. október 2015 12:36 Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Búast við framboði Ólafar Heimildarmenn Fréttablaðsins búast allir við því að Ólöf Nordal gefi kost á sér í embætti varaformanns. Kosið verður á landsfundi 23. - 25. október. 1. október 2015 07:00 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér. 30. september 2015 11:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, skrifar athyglisverða hugleiðingu á Facebook-vegg sinn. Gísli Freyr stillir pistil sinn þannig að hann er ekki aðgengilegur öllum en Vísir hefur afrit undir höndum. Gísli Freyr hlaut átta mánaða dóm skilorðsbundinn fyrir að leka minnisblaði úr ráðuneytinu sem varðaði hælisleitandann Tony Omos. Í gær tilkynnti Hanna Birna að hún myndi ekki sækjast eftir varaformennsku í flokknum en Landsfundur verður haldinn 23. til 25. þessa mánaðar.Sjá hér. Hanna Birna hafði áður gefið það út að hún myndi sækjast eftir því að sitja áfram sem varaformaður, en þeir sem Vísir hefur rætt við innan Sjálfstæðisflokksins benda á að þar hafi hún sett inn fyrirvarann, „að öllu óbreyttu. Enn liggur ekkert fyrir um að eitthvað hafi breyst, nema ef vera kynni ályktun Sjálfstæðisfélagsins á Seltjarnarnesi og Sjálfstæðisfélagsins í Langholtshverfi, en þessi félög skoruðu á Ólöfu Nordal að gefa kost á sér til varaformennsku. en samkvæmt heimildum Vísis er sáralítill stuðningur við Hönnu Birnu innan flokksins. Hanna Birna segir í bréfi til flokksmanna að ástæðan sé hið „svokallaða lekamál“, en það var vegna þess máls sem Hanna Birna sagði sig frá ráðherradómi. Gísli Freyr velkist hvergi í vafa um að sú sé ástæðan og það sem verra er, hann telur sig bera ábyrgð á ógæfu Hönnu Birnu og grætur það að hún fái ekki uppreist æru. Pistill hans hefst svo:Enn og aftur þarf Hanna Birna að líða fyrir Lekamálið „Síðustu dagar hafa reynst mér þyngri en ég hefði ímyndað mér. Enn og aftur virðist sama mál skjóta upp kollinum og stundum er eins og þetta mál ætli engan endi að taka. Það að sjá og upplifa að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mistaka sem ég gerði sem hennar aðstoðarmaður er óbærilegt. Samhliða því sem ég opinberaði og viðurkenndi mín mistök þá greindi ég frá því að Hanna Birna hefði aldrei haft vitneskju um það sem nú þekkist sem lekamálið.“ Gísli Freyr rekur þá hið góða og nána samstarf þeirra, og það að Hanna Birna hafi valið að treysta sér sem leyndi hana upplýsingum: „Það voru, því miður, líklega hennar stærstu mistök í málinu. Satt best að segja þá líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um og harmi þessa atburðarrás, sem að lokum leiddi til þess að ég hef nú tekið út minn dóm (þó sumum finnist það ekki nóg). Það hefur verið sárt og erfitt, bæði fyrir mig og mína nánustu.“Vopn sem aldrei hafa verið notuð innan flokksins rifin upp Þá víkur Gísli Freyr sögunni að Sjálfstæðismönnum: „Það sem er þó ekki síður sárara er að sjá og upplifa að nú ætli vinir og sumir flokksfélagar Hönnu Birnu að nýta sér tækifærið og veita henni náðarhöggið. Til þess rífa þessi einstaklingar upp gömul sár, jafnvel þó þeir viti að Hanna Birna hafði enga vitneskju um lekann eða hvaðan hann kom.“ Gísli Freyr segir síðar að svo virðist sem „litlir hópar innan flokksins sjá sér leik á borði og upphefja sjálfa sig með því að sparka í sitjandi varaformann. Sem fyrr segir kjósa þeir að rífa upp vopn sem hingað til hafa ekki verið notuð innan flokksins.“Aðeins rúm fyrir eina sterka konu í Sjálfstæðisflokknum Og áfram heldur Gísli Freyr: „Stundum læðist að manni sá grunur að innan Sjálfstæðisflokksins sé einungis rými fyrir eina sterka konu í einu. Ef þessir sömu einstaklingar hefðu eitthvað nef fyrir pólitík hefðu þeir áttað sig á því að það er rúm fyrir ekki bara eina, ekki bara tvær – heldur margar konur innan flokksins. Sem fyrr segir er Ólöf ekki síður hæf til að gegna embætti varaformanns flokksins og hún hefði ekki þurft upphafningu athyglissjúkra einstaklinga til þess að láta að sér kveða. Þvert á móti.“Pistillinn í heild sinniPistill Gísla Freys hlýtur að teljast athyglisverður fyrir alla áhugamenn um íslensk stjórnmál og er hann hér í heild sinni.„Nokkur orð um fréttir gærkvöldsins.Síðustu dagar hafa reynst mér þyngri en ég hefði ímyndað mér. Enn og aftur virðist sama mál skjóta upp kollinum og stundum er eins og þetta mál ætli engan endi að taka.Það að sjá og upplifa að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mistaka sem ég gerði sem hennar aðstoðarmaður er óbærilegt. Samhliða því sem ég opinberaði og viðurkenndi mín mistök þá greindi ég frá því að Hanna Birna hefði aldrei haft vitneskju um það sem nú þekkist sem lekamálið.Eftir náið og gott samstarf valdi hún að treysta mér og trúa þegar ég leyndi hana upplýsingum. Það voru, því miður, líklega hennar stærstu mistök í málinu. Satt best að segja þá líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um og harmi þessa atburðarrás, sem að lokum leiddi til þess að ég hef nú tekið út minn dóm (þó sumum finnist það ekki nóg). Það hefur verið sárt og erfitt, bæði fyrir mig og mína nánustu.Það sem er þó ekki síður sárara er að sjá og upplifa að nú ætli vinir og sumir flokksfélagar Hönnu Birnu að nýta sér tækifærið og veita henni náðarhöggið. Til þess rífa þessi einstaklingar upp gömul sár, jafnvel þó þeir viti að Hanna Birna hafði enga vitneskju um lekann eða hvaðan hann kom.Það er í sjálfu sér ekkert rangt við það að það fari fram lýðræðisleg kosning um forystu stjórnmálaflokka á landsfundum þeirra. Það er bara eðlilegur gangur stjórnmála – og allflestir hafa þann pólitíska þroska sem til þarf til að ganga samhentir út af slíkum fundum hver sem niðurstaðan er. Það má jafnvel vel vera að Ólöf Nordal hefði sigrað Hönnu Birnu í slíkum kosningum síðar í þessum mánuði – en báðar eru þær fullfærar til þess að sinna því embætti. Báðar hafa þær líka þann þroska sem til þarf til að taka niðurstöðu heiðarlegra kosninga með reisn.Bjarni Benediktsson hefur, ekki einu sinni heldur þrisvar, sigrað formannskjör í Sjálfstæðisflokknum eftir að mótframboð og alltaf hefur hann nálgast þá sem studdu hinn aðilann af mikilli virðingu og vinsemd - vitandi að flokkurinn, hugsjónirnar og starfið væri öflugra þegar menn standa sáttir og sameinaðir. Það er merki um mikinn pólitískan þroska.Það vita allir að á landsfundum er tekist á um bæði menn og málefni, stundum mjög harkalega (þetta á við um alla flokka). Fyrir okkur frjálshyggjumenn reynast ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokkinn oft afturhaldssamar og forræðishyggnar – og því er eins farið með íhaldssamari einstaklinga sem vilja halda í einhver ímynduð gildi og telja landsmenn hafi bara gott af svo og svo miklu frelsi í einu. Oftast hafa menn þó gengið sáttir við náungann út af landsfundi þó málefnaleg umræða um hugsjónir haldi áfram á öðrum vettvangi.Þessu er eins farið með kjör á forystu flokka (og þetta á líka við um alla flokka, fyrr og nú). Menn styðja Pétur en ekki Pál og öfugt, en flestir hafa þroska til að sætta sig við niðurstöðuna og sameinast um markmiðið sem fyrir liggja – í tilviki Sjálfstæðisflokksins að auka frelsi, lækka skatta, minnka ríkisafskipti o.s.frv.Nú ber hins vegar svo við að litlir hópar innan flokksins sjá sér leik á borði og upphefja sjálfa sig með því að sparka í sitjandi varaformann. Sem fyrr segir kjósa þeir að rífa upp vopn sem hingað til hafa ekki verið notuð innan flokksins.Stundum læðist að manni sá grunur að innan Sjálfstæðisflokksins sé einungis rými fyrir eina sterka konu í einu. Ef þessir sömu einstaklingar hefðu eitthvað nef fyrir pólitík hefðu þeir áttað sig á því að það er rúm fyrir ekki bara eina, ekki bara tvær – heldur margar konur innan flokksins. Sem fyrr segir er Ólöf ekki síður hæf til að gegna embætti varaformanns flokksins og hún hefði ekki þurft upphafningu athyglissjúkra einstaklinga til þess að láta að sér kveða. Þvert á móti.Ég vann það náið og lengi með Hönnu Birnu og ég veit og þekki, líkt og annað sjálfstæðisfólk, af eigin raun hve heiðarlegur og góður stjórnmálamaður hún er. Missirinn af henni úr forystu flokksins er mikill. Það versta er að hún hverfur frá vegna mála sem ég ber ábyrgð á. Sökin er mín – ekki hennar.Á hverjum degi hugsa ég um það hvað ég hefði getað gert öðruvísi og betur. Ég vildi óska þess að maður hefði í fyrsta lagi ekki sent ákveðið skjal í fljótfærni og ég vildi óska þess að maður hefði í það minnsta getað viðurkennt það strax – þannig að ekki hafði orðið sú atburðarrás sem síðar var. Með því þarf ég að lifa, bera skömmina og fjárhagslega baggann sem því fylgir.“
Lekamálið Tengdar fréttir Unnur Brá íhugar framboð Segir að það muni ekki ráða úrslitum um ákvörðun um framboð hverjir aðrir gefi mögulega kost á sér í embættið. 2. október 2015 12:36 Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Búast við framboði Ólafar Heimildarmenn Fréttablaðsins búast allir við því að Ólöf Nordal gefi kost á sér í embætti varaformanns. Kosið verður á landsfundi 23. - 25. október. 1. október 2015 07:00 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér. 30. september 2015 11:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Unnur Brá íhugar framboð Segir að það muni ekki ráða úrslitum um ákvörðun um framboð hverjir aðrir gefi mögulega kost á sér í embættið. 2. október 2015 12:36
Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11
Búast við framboði Ólafar Heimildarmenn Fréttablaðsins búast allir við því að Ólöf Nordal gefi kost á sér í embætti varaformanns. Kosið verður á landsfundi 23. - 25. október. 1. október 2015 07:00
Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16
Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér. 30. september 2015 11:30