Bílaframleiðendur segjast ekki geta mætt Euro 6 staðlinum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:32 Verður óframkvæmanlegt að framleiða dísilbíla sem standast kröfur Evrópusambandsins? Bílaframleiðendum er hverju sinni sett að standast ákveðna mengunarstaðla fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Núna þurfa þeir að standast viðmiðanir Euro 5 staðalsins sem gilda mun til enda þessa áratugar, en þá tekur Euro 6 staðallinn við. Hann kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Það eru hið lága viðmið nituroxíðs sem bílaframleiðendur telja sig ekki geta uppfyllt árið 2020, eða að bílar þeirra megi aðeins menga 0,08 grömm nituroxíðs á hvern ekinn kílómetra. Þessar áhyggjur bílaframleiðenda varða því dísilbíla, en dísilvélar spúa frá sér ýmsum nituroxíðsamböndum sem oft er kallað sót. Samtök bílaframleiðenda segja nú að það sé einfaldlega ekki hægt að uppfylla þessi lágu mengunarmörk er kemur að dísilbílum og að rétt væri að miða við 0,22 g árið 2017 og 0,136 g árið 2020. Það er æði langt frá viðmiðunum Evrópusambandsins nú og afar ólíklegt að verða samþykkt. Þessar áhyggjur bílaframleiðendanna endurspegla kannski best þann vanda er snýr að framleiðslu dísilbíla nú. Volkswagen treysti sér greinilega ekki til að framleiða dísilbíla sem stóðust núverandi kröfur og þá vaknar sú spurning hvernig bílaframleiðendum á að takast að standast miklu strangari kröfur. Bandarískir framleiðendur stærri dísilbíla treystu sér heldur ekki til að standast bandarískar kröfur fyrir nokkrum árum og gerðu slíkt það sama og voru með samskonar svindlhugbúnað í bílum sínum og sættu sektum fyrir það í Bandaríkjunum. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Bílaframleiðendum er hverju sinni sett að standast ákveðna mengunarstaðla fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Núna þurfa þeir að standast viðmiðanir Euro 5 staðalsins sem gilda mun til enda þessa áratugar, en þá tekur Euro 6 staðallinn við. Hann kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Það eru hið lága viðmið nituroxíðs sem bílaframleiðendur telja sig ekki geta uppfyllt árið 2020, eða að bílar þeirra megi aðeins menga 0,08 grömm nituroxíðs á hvern ekinn kílómetra. Þessar áhyggjur bílaframleiðenda varða því dísilbíla, en dísilvélar spúa frá sér ýmsum nituroxíðsamböndum sem oft er kallað sót. Samtök bílaframleiðenda segja nú að það sé einfaldlega ekki hægt að uppfylla þessi lágu mengunarmörk er kemur að dísilbílum og að rétt væri að miða við 0,22 g árið 2017 og 0,136 g árið 2020. Það er æði langt frá viðmiðunum Evrópusambandsins nú og afar ólíklegt að verða samþykkt. Þessar áhyggjur bílaframleiðendanna endurspegla kannski best þann vanda er snýr að framleiðslu dísilbíla nú. Volkswagen treysti sér greinilega ekki til að framleiða dísilbíla sem stóðust núverandi kröfur og þá vaknar sú spurning hvernig bílaframleiðendum á að takast að standast miklu strangari kröfur. Bandarískir framleiðendur stærri dísilbíla treystu sér heldur ekki til að standast bandarískar kröfur fyrir nokkrum árum og gerðu slíkt það sama og voru með samskonar svindlhugbúnað í bílum sínum og sættu sektum fyrir það í Bandaríkjunum.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent