Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 20:11 Brúin hefur verið lokuð. vísir/kmu Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28