Leitarvél fyrir Volkswagen-eigendur Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 09:29 Volkswagen bíll í framleiðslu. Búið er að koma upp þjónustusíðum á skoda.is og volkswagen.is með leitarvélum þar sem viðskiptavinir geta gengið úr skugga um hvort málið snerti þeirra bifreið. Á þessum síðum geta viðskiptavinir athugað hvort bifreið þeirra innihaldi hugbúnaðinn sem um ræðir. Ferlið er einfalt. Það eina sem þarf að gera er að slá verksmiðjunúmer bílsins inn í leitarvélina. Verksmiðjunúmer er auðkennisnúmer ökutækis sem finna má í skráningarskírteini og á yfirbyggingu bílsins. Hjá Volkswagen er unnið að því hörðum höndum að finna lausn á þessu máli. Haft verður samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið varðar eins fljótt og auðið er. Auk leitarvéla á þjónustusíðum er einnig að finna mikilvæg svör um framvindu mála hjá Volkswagen Group en upplýsingar eru uppfærðar reglulega. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðu síðustu daga þar sem rætt hefur verið um útblástur koltvísýrings eða CO₂ í tengslum við mál dísilvéla EA189. Hið rétta er að hugbúnaðurinn sem um ræðir olli frávikum á gildum fyrir köfnunarefnisoxíð (NOx) meðan útblástursprófið var framkvæmt en ekki CO₂. Ólíkt CO₂hefur NOx útblástur ekki áhrif á innflutnings- og bifreiðagjöld.Bein slóð á leitarvél VolkswagenBein slóð á leitarvél Skoda: Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent
Búið er að koma upp þjónustusíðum á skoda.is og volkswagen.is með leitarvélum þar sem viðskiptavinir geta gengið úr skugga um hvort málið snerti þeirra bifreið. Á þessum síðum geta viðskiptavinir athugað hvort bifreið þeirra innihaldi hugbúnaðinn sem um ræðir. Ferlið er einfalt. Það eina sem þarf að gera er að slá verksmiðjunúmer bílsins inn í leitarvélina. Verksmiðjunúmer er auðkennisnúmer ökutækis sem finna má í skráningarskírteini og á yfirbyggingu bílsins. Hjá Volkswagen er unnið að því hörðum höndum að finna lausn á þessu máli. Haft verður samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið varðar eins fljótt og auðið er. Auk leitarvéla á þjónustusíðum er einnig að finna mikilvæg svör um framvindu mála hjá Volkswagen Group en upplýsingar eru uppfærðar reglulega. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðu síðustu daga þar sem rætt hefur verið um útblástur koltvísýrings eða CO₂ í tengslum við mál dísilvéla EA189. Hið rétta er að hugbúnaðurinn sem um ræðir olli frávikum á gildum fyrir köfnunarefnisoxíð (NOx) meðan útblástursprófið var framkvæmt en ekki CO₂. Ólíkt CO₂hefur NOx útblástur ekki áhrif á innflutnings- og bifreiðagjöld.Bein slóð á leitarvél VolkswagenBein slóð á leitarvél Skoda:
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent