Kókaínneysla algeng meðal íshokkí-leikmanna í NHL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 15:30 Jarret Stoll. Vísir/AFP Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali. Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali.
Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira