Bílaleigubílar 47% seldra bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 10:41 Sala jepplinga hefur verið í miklum blóma á Íslandi í ár. Hér sést Nissan Qashqai. Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira