Volkswagen býður 2.000 dollara afslátt við skipti á VW-bílum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:31 Volkswagen bílasala í Bandaríkjunum. Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent