Sport

Efnilegasta badminton-fólk Íslands í tveggja vikna ferð til Perú

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Karen Jóhannsdóttir er hér á milli þeirra Kristófers Darra Finnssonar og  Pálma Guðfinnssonar.
Arna Karen Jóhannsdóttir er hér á milli þeirra Kristófers Darra Finnssonar og Pálma Guðfinnssonar. Mynd/Helgi Jóhannesson
Það er mikil ævintýraferð framundan hjá efnilegasta badmintonfólki landsliðsins því Badmintonsamband Íslands hefur ákveðið að senda lið til þátttöku á Heimsmeistaramót 19 ára landsliða og einstaklinga í nóvember. Keppnin fer fram í Lima í Perú dagana 4. til 15. nóvember.

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari hefur valið hópinn en hann skipa Kristófer Darri Finnsson, Pálmi Guðfinnsson Alda Karen Jónsdóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir. Þau koma öll fjögur úr TBR.

Í fyrra kepptu þessi fjórir efnilegu spilararar allir með sautján ára landsliði Íslands sem tók þá þátt í Evrópumótinu í Ankara í Tyrklandi.

Liðakeppnin fer fram 4. til 8. nóvember næstkomandi og í beini framhaldi verður síðan einstaklingskeppnin sem er er spiluð 10. til 15. nóvember.

Íslenski hópurinn flýgur út þann 31. október og fær því nokkra daga til að venjast aðstæðum í Perú áður en kemur að keppninni.

Það verður síðan dregið í liðakeppnina mánudaginn 12. október og síðar kemur síðan í ljós hverjir mætast í einstaklingskeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×