Fyrrum Top Gear liðar hefja tökur á nýjum þáttum Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 09:52 Þremenningarnir fyrir framan þrjá ofursportbíla við tökur á nýjum þáttum fyrir Amazon Prime. Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent
Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent