Ný Subaru Impreza kynnt í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 10:54 Ný Subaru Impreza. Á komandi bílasýningu í Tokyo ætlar Subaru að kynna nokkra nýja bíla, en þar á meðal gerbreytta Imprezu. Subaru hefur ekki enn sent frá sér endanlegt útlit bílsins, aðeins þá teikningu af bílnum sem sést hér að ofan, en hún lofar góðu. Subaru mun einnig sýna nýjan jeppa sem leysa mun hinn úrelta Tribeca af hólmi. Þessi bill er byggður á Viziv hugmyndabílnum sem Subaru hefur áður sýnt. Þessi jeppi verður tvinnbíll, þ.e. með rafmagnsmótorum og bensínvél. Allt þak bílsins er úr gleri, innrétting hans verður mjög framúrstefnuleg og aðeins er sæti fyrir fjóra í körfustólum.Subaru Viziv jeppinn.Afturhurðir bílsins renna aftur eins og í sendibíl. Á bílnum er hjólafesting sem ekki er valbúnaður og Eyesight öryggisbúnaðurinn, sem nú má finna í Outback, verður einnig staðalbúnaður. Subaru mun einnig kynna nýja útfærslu Impreza WRX S4 sem koma mun með leðursætum með ítölsku leðri. Eins og þetta sé ekki nóg þá mun Subaru líka kynna nýja útfærslu XV og Levorg og WRX STI S207, sem og BRZ GT300, sem er keppnisakstursbíll í Super GT series. Subaru ætlar greinilega að stela senunni í Tokyo. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Á komandi bílasýningu í Tokyo ætlar Subaru að kynna nokkra nýja bíla, en þar á meðal gerbreytta Imprezu. Subaru hefur ekki enn sent frá sér endanlegt útlit bílsins, aðeins þá teikningu af bílnum sem sést hér að ofan, en hún lofar góðu. Subaru mun einnig sýna nýjan jeppa sem leysa mun hinn úrelta Tribeca af hólmi. Þessi bill er byggður á Viziv hugmyndabílnum sem Subaru hefur áður sýnt. Þessi jeppi verður tvinnbíll, þ.e. með rafmagnsmótorum og bensínvél. Allt þak bílsins er úr gleri, innrétting hans verður mjög framúrstefnuleg og aðeins er sæti fyrir fjóra í körfustólum.Subaru Viziv jeppinn.Afturhurðir bílsins renna aftur eins og í sendibíl. Á bílnum er hjólafesting sem ekki er valbúnaður og Eyesight öryggisbúnaðurinn, sem nú má finna í Outback, verður einnig staðalbúnaður. Subaru mun einnig kynna nýja útfærslu Impreza WRX S4 sem koma mun með leðursætum með ítölsku leðri. Eins og þetta sé ekki nóg þá mun Subaru líka kynna nýja útfærslu XV og Levorg og WRX STI S207, sem og BRZ GT300, sem er keppnisakstursbíll í Super GT series. Subaru ætlar greinilega að stela senunni í Tokyo.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent