Húsleitir hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 14:13 Höfuðstöðvar Volkswagen eru í Wolfsburg. Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent
Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent