Formaður ÍTR: Hækkun á stökum miðum ekki hluti af stærra verðhækkunarplotti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2015 10:37 Aðsókn í Vesturbæjarlaug hefur aukist töluvert undanfarið ár eða síðan nýr heitur pottur var tekinn í notkun. Vísir/Daníel Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49
Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59