Valentino Rossi á eigin æfingabraut Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 11:04 Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er. Bílar video Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent
Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er.
Bílar video Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent