Sjálfakandi Actros flutningabíll Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 14:27 Mercedes Benz Actros flutningabíllinn á A8 hraðbrautinni. Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira