Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Svavar Hávarðsson skrifar 30. september 2015 07:00 Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og koma sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní 2010. Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira