Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2015 19:30 Samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Útlendingastofnun hefði ekki sótt um skólavist fyrir börn albanskra hælisleitenda sem dvalið hafa á Íslandi frá því í júní. Systkinin eru þrjú og öll á grunnskólaladri. Fjórtán önnur börn í sömu stöðu ganga hvorki í skóla hér á landi né hafa fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og en öll börn eiga rétt á skólavist þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Systurnar Janie og Laura eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit 8 ára. „Við erum bara búnin að vera heima að gera sömu hlutina dag eftir dag. Það getur verið svolítið þreytandi,“ segja þau. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir algjörlega óásættanlegt að börnin séu utan skóla. Þannig sé þeim mismunað. „Það er alveg klárt að það er verið að brjóta á réttindum þessara barna. Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla. Það á alltaf að líta á öll börn fyrst og fremst sem börn. Það skiptir ekki máli hvort þau eru hælisleitendur eða ríksiborgarar í landinu,“ segir hún. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í dag var albönsku systkinunum boðin skólavist og fara þau í skólann strax á mánudag. Þá er unnið að því að koma tveimur börnum til viðbótar í skóla í Reykjavík og tólf í Hafnarfirði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin vera mikið álag og ófyrirséður fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. „Þetta eru mistök hjá okkur. Við brugðumst ekki nógu fljótt við. Á mánudagin hefst skólaganga þessara barna, og í framhaldinu af því munum við funda með hagsmunaaðilum og útbúa verkferil sem gerir það að verkum að svona aðstæður komi ekki upp aftur,“ segir Kristín. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Útlendingastofnun hefði ekki sótt um skólavist fyrir börn albanskra hælisleitenda sem dvalið hafa á Íslandi frá því í júní. Systkinin eru þrjú og öll á grunnskólaladri. Fjórtán önnur börn í sömu stöðu ganga hvorki í skóla hér á landi né hafa fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og en öll börn eiga rétt á skólavist þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Systurnar Janie og Laura eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit 8 ára. „Við erum bara búnin að vera heima að gera sömu hlutina dag eftir dag. Það getur verið svolítið þreytandi,“ segja þau. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir algjörlega óásættanlegt að börnin séu utan skóla. Þannig sé þeim mismunað. „Það er alveg klárt að það er verið að brjóta á réttindum þessara barna. Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla. Það á alltaf að líta á öll börn fyrst og fremst sem börn. Það skiptir ekki máli hvort þau eru hælisleitendur eða ríksiborgarar í landinu,“ segir hún. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í dag var albönsku systkinunum boðin skólavist og fara þau í skólann strax á mánudag. Þá er unnið að því að koma tveimur börnum til viðbótar í skóla í Reykjavík og tólf í Hafnarfirði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin vera mikið álag og ófyrirséður fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. „Þetta eru mistök hjá okkur. Við brugðumst ekki nógu fljótt við. Á mánudagin hefst skólaganga þessara barna, og í framhaldinu af því munum við funda með hagsmunaaðilum og útbúa verkferil sem gerir það að verkum að svona aðstæður komi ekki upp aftur,“ segir Kristín.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00