Volkswagen loks í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2015 13:54 Keppnisbíll Red Bull liðsins í Formúlu 1. Sá orðrómur er á kreiki að Volkswagen ætli að kaupa Red Bull Racing liðið í Formúlu 1 að fullu og með því koma loks til leiks í þessari vinsælustu akstursíþróttagrein heims. Red Bull liðið sem vann Formúlu 1 fjögur ár í röð á árunum 2010 til 2013 hefur ekki gengið vel síðustu tvö keppnistímabil og er það að mestu kennt um Renault vélarnar sem í bílunum eru. Volkswagen mun að sjálfsögðu útvega vélar í Red Bull bílana ef fyrirtækið tekur yfir liðið. Heyrst hefur að samningar séu við það að takast um kaup Volkswagen á Red Bull liðinu. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen muni útvega vélar í bíla Toro Rosso liðsins og hugsanlega fleiri lið í Formúlu 1. Þessar vélar Volkswagen verða hinsvegar ekki tilbúnar fyrr en árið 2018 og því er líklegt talið að Red Bull muni treysta á aðrar vélar en frá Renault og hefur Ferrari verið nefnt í því sambandi. Ef austurríska drykkjarvörufyrirtækið Red Bull selur lið sitt til Volkswagen verður það samt áfram styrktaraðili liðsins líkt og í núverandi samstarfi við Volkswagen í WRC rallaksturskeppninni. Ef að Red Bull riftir vélarsamningi sínum við Renault, eins og allt stefnir í, hverfur Renault líklega af sjónarsviðinu í Formúlu 1, nema það endurheimti fyrrum hlut sinn í Lotus liðinu. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Sá orðrómur er á kreiki að Volkswagen ætli að kaupa Red Bull Racing liðið í Formúlu 1 að fullu og með því koma loks til leiks í þessari vinsælustu akstursíþróttagrein heims. Red Bull liðið sem vann Formúlu 1 fjögur ár í röð á árunum 2010 til 2013 hefur ekki gengið vel síðustu tvö keppnistímabil og er það að mestu kennt um Renault vélarnar sem í bílunum eru. Volkswagen mun að sjálfsögðu útvega vélar í Red Bull bílana ef fyrirtækið tekur yfir liðið. Heyrst hefur að samningar séu við það að takast um kaup Volkswagen á Red Bull liðinu. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen muni útvega vélar í bíla Toro Rosso liðsins og hugsanlega fleiri lið í Formúlu 1. Þessar vélar Volkswagen verða hinsvegar ekki tilbúnar fyrr en árið 2018 og því er líklegt talið að Red Bull muni treysta á aðrar vélar en frá Renault og hefur Ferrari verið nefnt í því sambandi. Ef austurríska drykkjarvörufyrirtækið Red Bull selur lið sitt til Volkswagen verður það samt áfram styrktaraðili liðsins líkt og í núverandi samstarfi við Volkswagen í WRC rallaksturskeppninni. Ef að Red Bull riftir vélarsamningi sínum við Renault, eins og allt stefnir í, hverfur Renault líklega af sjónarsviðinu í Formúlu 1, nema það endurheimti fyrrum hlut sinn í Lotus liðinu.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent